Svona störfum við

U3A Reykjavík eru samtök fólks á þriðja æviskeiðinu (árin 50+) 
sem vill afla sér og miðla þekkingu eins lengi og mögulegt er

Starf U3A Reykjavík fer fram með námskeiðum, fyrirlestrum, hópastarfi, kynnisferðum og ferðalögum. Engin skilyrði eru fyrir þátttöku og engin próf eru tekin. Samtökin eru aðili að alþjóðlegri hreyfingu U3A sem er til í 30 - 40 löndum víða um heim með hundruðum þúsunda meðlima. Við tökum vel á móti öllum sem vilja ganga til liðs við okkur.

SKRÁ MIG Í FÉLAGIÐ HÉR

-----------------------------------------------------------------------------------------------

Þriðjudagsfundur - Mótun framtíðar
Þriðjudaginn 26. september í Hæðargarði 31 kl. 17:15

Trausti Valsson prófessor hefur verið virkur í mótun hugmynda um framtíðina, skipulag og hönnun - hann ætlar að deila með okkur hugmyndum sínum.

Trausti Valsson lauk námi í arkitektúr og skipulagi frá TU Berlín 1972. Starfaði við skipulag Reykjavíkur m.a. við Grænu byltinguna og gerð aðalskipulags svæðana NA við Grafarvoginn. Lauk doktorsnámi í umhverfisskipulagi við UC Berkeley 1987. Fékk hlutadósentsstöðu við Verkfræðideild HÍ, og varð síðan fyrsti prófessor í skipulagi við íslenskan háskóla. Trausti gaf út bókina Mótun framtíðar árið 2015. Helstu þemu þar eru þróun skipulags í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu, Íslandsskipulag og byggðamál, sem og breytingar á þróun byggðar í heiminum með hnattrænni hlýnun.

Staður og stund: Hæðargarður 31, kl. 17:15-18:30. Allir velkomnir, en nauðsynlegt er að skrá sig. SKRÁ MIG HÉR. Aðgangur er kr. 500 og greiðist í reiðufé við innganginn. 

SKOÐIÐ ENDILEGA DAGSKRÁ HAUSTSINS Á VIÐBURÐADAGATALINU OKKAR HÉR

.......... 

         Bókmenntahópur U3A

 Fundur 27. september kl. 19:00 í Félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31, Reykjavík

Búið er að loka fyrir skráningu í bókmenntahóp U3A í vetur. Fyrsti fundur hópsins er miðvikudag 27. september kl. 19:30-21:00. Sigurlín Sveinbjarnardóttir mun í upphafi fundar segja frá bókinni Listamaður á söguslóðum sem er um ferðir Johannes Larsen um Ísland á árabilinu 1927-1930. Síðan verður rætt um bækur sumarsins og skipulag starfsins fram að áramótum. Næstu fundir eru 18. október, 8. nóvember, 29. nóvember og 13. desember.

 

 

Þrír nýir hópar eru nú í undirbúningi 

Hópur um framtíðarfræði - Menningarhópur - Hópur um alþjóðastarf

Sjá nánar hér

 

Sjá viðburðadagatal

Viltu koma tillögum á framfæri?

Starf U3A Reykjavík fer fram með námskeiðum, fyrirlestrum, hópastarfi, kynnisferðum og ferðalögum. Ef þú hefur hugmynd, tillögu eða ábendingu  varðandi starfsemina endilega komdu því á framfæri.

SKRÁ TILLÖGUR HÉR