Svona störfum við

U3A Reykjavík eru samtök fólks á þriðja æviskeiðinu (árin 50+) 
sem vill afla sér og miðla þekkingu eins lengi og mögulegt er

Starf U3A Reykjavík fer fram með námskeiðum, fyrirlestrum, hópastarfi, kynnisferðum og ferðalögum. Engin skilyrði eru fyrir þátttöku og engin próf eru tekin. Samtökin eru aðili að alþjóðlegri hreyfingu U3A sem er til í 30 - 40 löndum víða um heim með hundruðum þúsunda meðlima. Við tökum vel á móti öllum sem vilja ganga til liðs við okkur.

SKRÁ MIG Í FÉLAGIÐ HÉR

------------------------------------------------------------------------------------------------ 

Spjallkaffi - Aldrei of seint
Þriðjudaginn 19. september verður spjallað kl. 17:15 á Grand hóteli

Janus Guðlaugsson, lektor við HÍ spjallar um heilsueflingu fyrir fólk á þriðja æviskeiðinu. Hvað er til ráða?

Janus Guðlaugsson er fæddur 7. október 1955. Hann lauk íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands árið 1976, BS-gráðu og framhaldsnámi í íþróttafræðum og stjórnun við Kaupmannahafnarháskóla árið 1997 og varði síðan doktorsverkefni sitt í september 2014 í Háskóla Íslands: Multimodal Training Intervention – An Approaach to Successful Aging eða á íslensku: Fjölþætt heilsurækt – Leið að farsælli öldrun. Samanburður á þjálfunaraðferðum eldri aldurshópa," er yfirskrift meistaraprófs-rannsóknar Janusar og markmiðið með rannsókninni var tvíþætt, þ.e. að kanna heilsufar og áhrif líkamsþjálfunar á heilsufar Íslendinga, 70 ára og eldri.

Staður og stund: Grand hótel, þriðjudaginn 19. september.  Allir eru velkomnir en skráning er nauðsynleg svo við getum áætlað fjöldann vegna veitinga. SKRÁ MIG HÉR. Aðgangur er kr. 1000 (kaffi og kökusneið innifalið) og er niðurgreitt fyrir félagsmenn um sömu upphæð. Fyrir utanfélagsmenn er því aðgangurinn kr. 2000. Við tökum eingöngu við reiðufé við innganginn. 

SKOÐIÐ ENDILEGA DAGSKRÁ HAUSTSINS Á VIÐBURÐADAGATALINU OKKAR HÉR

.......... 

              Bókmenntahópur U3A - haustið 2017

Bókmenntahópur U3A kemur saman að venju í Félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31 Reykjavík.
Fyrsti fundur vetrarins er miðvikudaginn 27. september. Næstu fundir eru 18. okt., 8. nóv., 29. nóv. og  13. desember.
Stjórnandi er Ásdís Skúladóttir.  Þeir sem ætla að vera með í vetur verða að skrá sig á netfangið asdisskula@internet.is 
fyrir 12. september.  Þátttökufjöldi er takmarkaður. Mjög áríðandi er að skrá sig og mæta síðan vel á alla fundi.

 

Sjá viðburðadagatal

Viltu koma tillögum á framfæri?

Starf U3A Reykjavík fer fram með námskeiðum, fyrirlestrum, hópastarfi, kynnisferðum og ferðalögum. Ef þú hefur hugmynd, tillögu eða ábendingu  varðandi starfsemina endilega komdu því á framfæri.

SKRÁ TILLÖGUR HÉR