Svona störfum við

U3A Reykjavík eru samtök fólks á þriðja æviskeiðinu (árin 50+) 
sem vill afla sér og miðla þekkingu eins lengi og mögulegt er

Starf U3A Reykjavík fer fram með námskeiðum, fyrirlestrum, hópastarfi, kynnisferðum og ferðalögum. Engin skilyrði eru fyrir þátttöku og engin próf eru tekin. Samtökin eru aðili að alþjóðlegri hreyfingu U3A sem er til í 30 - 40 löndum víða um heim með hundruðum þúsunda meðlima. Við tökum vel á móti öllum sem vilja ganga til liðs við okkur.

SKRÁ MIG Í FÉLAGIÐ HÉR

-----------------------------------------------------------------------------------------------

 Eiríkur Rögnvaldsson fjallar um" Íslenskuna í ólgusjó" þriðjudaginn  28. nóvember  kl 17:15 í Hæðargarði 31.
 Farið verður yfir stöðuna hvað varðar tungumálið okkar fagra og þann ólgusjó sem það siglir þessa dagana.
Allir velkomnir, en nauðsynlegt er að skrá sig. SKRÁ MIG HÉR.

Borgarleikhúsið tekur á móti U3A félögum í heimsókn 23. nóvember - sjá nánar hér

 SKOÐIÐ SVO ENDILEGA DAGSKRÁ VETRARINS Á VIÐBURÐADAGATALINU OKKAR HÉR

Sjá viðburðadagatal

Viltu koma tillögum á framfæri?

Starf U3A Reykjavík fer fram með námskeiðum, fyrirlestrum, hópastarfi, kynnisferðum og ferðalögum. Ef þú hefur hugmynd, tillögu eða ábendingu  varðandi starfsemina endilega komdu því á framfæri.

SKRÁ TILLÖGUR HÉR