Svona störfum við

U3A Reykjavík eru samtök fólks á þriðja æviskeiðinu (árin 50+) 
sem vill afla sér og miðla þekkingu eins lengi og mögulegt er

Starf U3A Reykjavík fer fram með námskeiðum, fyrirlestrum, hópastarfi, kynnisferðum og ferðalögum. Engin skilyrði eru fyrir þátttöku og engin próf eru tekin. Samtökin eru aðili að alþjóðlegri hreyfingu U3A sem er til í 30 - 40 löndum víða um heim með hundruðum þúsunda meðlima. Við tökum vel á móti öllum sem vilja ganga til liðs við okkur.

SKRÁ MIG Í FÉLAGIÐ HÉR  

Hringfarinn 

 

 Þriðjudag 24. september segir

Kristján Gíslason

frá hnattferð sinni á mótorhjóli

Fundurinn er í Hæðargarði 31

Aðgangseyrir 500 kr. sem greiðist í reiðufé við innganginn.

Skráning er nauðsynleg.

SKRÁ MIG HÉR

----------------------------------------------

Heimsókn í Sólheima í Grímsnesi

Fimmtudag 26. september

Við heimsækjum Sesseljuhús sem býður upp á fræðslupakka sem kallast Sjálfbær þróun og Sólheimar. Þar er fjallað almennt um sjálfbæra þróun, sjálfbærar byggingar og hvernig starfið á Sólheimum hefur tekið mið af umhverfismálum allt frá stofnun, árið 1930. 

Lagt af stað frá Hæðargarði 31 kl. 13:30

Áætluð heimkoma 18:30

Gjald 3.500.- sem greiðist í reiðufé við upphaf ferðar.

Skrá mig hér

------------------------------------------------------

Háskóli þriðja æviskeiðsins í Reykjavík (U3A Reykjavík)

mun taka þátt í Vísindavöku Rannís 2019

sem haldinn verður laugardaginn 28 september kl. 15-20 í nýju Laugardalshöllinni.

Auk þess að kynna starfsemi U3A mun félagið kynna tvö verkefni á sem það vinnur að.  Annað verkefnið er HeiM - Heritage in Motion sem hlotið hefur Erasmus-styrk frá Evrópusambandinu. Hitt verkefnið er Vöruhús tækifæranna sem nýst geta fólki 50 ára eldra til að breyta til og móta framtíðina.

Aðgangur að Vísindavökunni er ókeypis. Við hvetjum ykkur til að koma við í sýningabás U3A og skoða  hvað við höfum uppá að bjóða.

-----------------------------------------

Bókmenntahópur U3A í Reykjavík

kemur saman í Félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31 eins og áður. Fyrsti fundur vetrarins er miðvikudaginn 25. september kl. 19:30. Fundir eru á þriggja vikna fresti  Næstu fundir eru 16. okt., 6., nóv., 27. nóv., og  11., desember.  Umsjónarmaður er Ásdís Skúladóttir.  Þáttökufjöldi er takmarkaður. Þeir sem ætla að vera með í vetur verða að skrá sig á netfangið asdisskula@internet.is fyrir 20. september. Þeir sem verið hafa í hópnum ganga fyrir. Mjög áríðandi er því að skrá sig, gera það í fullri alvöru og mæta síðan vel á alla fundina.

------o------

 Lítið inn í vöruhúsið:

Viðburðir

Sjá viðburðadagatal

Fréttir