Svona störfum við

U3A Reykjavík eru samtök fólks á þriðja æviskeiðinu (árin 50+) 
sem vill afla sér og miðla þekkingu eins lengi og mögulegt er

Starf U3A Reykjavík fer fram með námskeiðum, fyrirlestrum, hópastarfi, kynnisferðum og ferðalögum. Engin skilyrði eru fyrir þátttöku og engin próf eru tekin. Samtökin eru aðili að alþjóðlegri hreyfingu U3A sem er til í 30 - 40 löndum víða um heim með hundruðum þúsunda meðlima. Við tökum vel á móti öllum sem vilja ganga til liðs við okkur.

SKRÁ MIG Í FÉLAGIÐ HÉR  

________________________ 

Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur

flytur erindi um

Auðar sögu djúpúðgu

Þriðjudaginn 22. október kl 16:30 í Hæðargarði 31

Vilborg segir  í máli og myndum frá háskalegri ferð Auðar yfir hafið, um Orkneyjar og Færeyjar, til landnáms í Dölum. Saman við sögu konunnar sem á engan sinn líka í landnámssögu Íslands fléttar hún frásögn Landnámabókar af þrælauppreisn á suðurströnd Íslands þar sem nýja landið var vígt blóði.

Sjá nánar hér

_________________________________________:

Bókmenntahópur U3A í Reykjavík

Ath. breytingu - Annar fundurinn er 23.október kl 19:00

Hópurinn kemur saman í Félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31 eins og áður. Umsjónarmaður er Ásdís Skúladóttir.

Annar fundur haustsins verður 23. okt., og síðan  verða fundir 6. nóv., 27. nóv., og  11., desember.  Sjá nánar á viðburðadagatalinu.

------o------

 Lítið inn í vöruhúsið:

Viðburðir

Sjá viðburðadagatal

Fréttir