Svona störfum við

U3A Reykjavík eru samtök fólks á þriðja æviskeiðinu (árin 50+) 
sem vill afla sér og miðla þekkingu eins lengi og mögulegt er

Starf U3A Reykjavík fer fram með námskeiðum, fyrirlestrum, hópastarfi, kynnisferðum og ferðalögum. Engin skilyrði eru fyrir þátttöku og engin próf eru tekin. Samtökin eru aðili að alþjóðlegri hreyfingu U3A sem er til í 30 - 40 löndum víða um heim með hundruðum þúsunda meðlima. Við tökum vel á móti öllum sem vilja ganga til liðs við okkur.

SKRÁ MIG Í FÉLAGIÐ HÉR  

 

Netföng leiðrétt

Nú er verið að yfirfara netföng í félagaskrá. Nokkuð er um að við fáum villumeldingar á netföng félaga þegar póstur er sendur á alla. Við viljum biðja félagsmenn að láta vita af breytingum á netföngum með því að senda póst á u3areykjavik@u3a.is með upplýsingum um breytt netfang.

-----------------------------o-------------------------

 

Frá stjórn U3A

26. mars 2020 

Stjórn U3A kom saman á fjarfundi 24. mars sl. til að ræða stöðuna sem upp er komin nú þegar öllum viðburðum félagsins hefur verið frestað í samkomubanni. Stjórnin staðfesti ákvarðanir sem teknar voru milli funda um frestun allra viðburða.  

Þar sem aðalfundi U3A Reykjavík hefur verið frestað vegna samkomubanns í samfélaginu mun núverandi stjórn starfa áfram fram að aðalfundi sem fyrirhugað er að halda 1. september næstkomandi. Stjórnin lítur svo á að hagsmunir félagsmanna verði best tryggðir með því að stjórn starfi áfram samkvæmt samþykktum félagsins.

Jafnframt ákvað stjórn að fresta innheimtu árgjalda 2020 fram yfir aðalfund í september. Árgjald er innheimt í netbanka til allra félaga á sama tíma þannig að nýskráðir eru beðnir að bíða þess en ekki leggja inn sérstaklega. 

Stjórnin mun koma saman 22. apríl nk., væntanlega á fjarfundi og taka stöðuna. 

Við sendum öllum félagsmönnum sem nú eru um 850, bestu kveðjur og óskir um góða heilsu og hvetjum ykkur til að fara varlega. 

----------------------0---------------------

 

Frestun viðburða U3A Reykjavík

12.mars 2020 

Í ljósi ráðgjafar landlæknis um mannamót (sjá hér) hefur stjórn U3A Reykjavík ákveðið að fresta öllum fyrirhuguðum viðburðum í mars þar með talið þriðjudagsviðburðum, námskeiði um sögu Gyðinga og heimsókn í Reykholt. 

Aðalfundi sem vera átti 24. mars er einnig frestað. Til hans verður boðað sérstaklega að nýju 

Þetta er gert þar sem ljóst er að hluti félagsmanna er í áhættuhópi þeirra sem síst mega við því að sýkjast af Covid 19 veirunni. Stjórnin metur það sem mikla ábyrgð að kalla til funda þar sem öryggi þátttakenda gagnvart smiti verður ekki tryggt með öruggum hætti. 

Við tökum upp þráðinn um leið og fært er og vonandi ekki síðar en í lok apríl eða byrjun maí.

---------------------------0-------------------------

 Bókmenntahópur U3A í Reykjavík

  Fundir bókmenntahóps falla niður næstu vikur eins og aðrar samkomur á vegum U3A.

Auglýst verður hvenær þeir hefjast aftur þegar mál skýrast.

Umsjónarmaður er Ásdís Skúladóttir.

 Sjá nánar á viðburðadagatalinu.

------o------

 

 Lítið inn í vöruhúsið:

Viðburðir

Sjá viðburðadagatal

Fréttir