U3A til Íslands
U3A Reykjavík var stofnað 16. mars 2012 sem fyrstu U3A samtökin á Íslandi. Fyrsti formaður þeirra, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, kynnti sér starf U3A á netinu og eftir að hafa farið á alþjóðlega ráðstefnu, World U3A Conference 2010, í Chitrakoot á Indlandi kom upp sú hugmynd að stofna U3A samtök hér á landi. Undibúning að stofnun þeirra önnuðust Ásdís Skúladóttir, Helga Margrét Ólafsdóttir, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir og Lilja Ólafsdóttir. 

Undirbúningshópur

Félagar

  • 2012 - Stofnfélagar í U3A Reykjavík voru 49, þar af gerðist 31 félagi fyrsta starfsári samtakanna.
  • 2014 - Voru félagar orðnir um 90 talsins vorið 2014 og meðalaldur þeirra 68 ár. Af félagsmönnum voru 71% 70 ára eða yngri. Yngsti félagsmaður var 54 ára og sá elsti 83 ára. Konur voru um 80% félagsmanna. 
  • 2016 - Í mars voru félagi 283 talsins, meðalaldur var 69 ár, konur voru 79% félagsmanna. Hlutfall 70 ára og yngri var 62%.
  • 2017 - Í lok árs voru 540 félagsmenn - þar af 77,5% kvenna. Meðalaldur var 69 ár.

Árgjaldið er kr. 1500.- SKRÁ MIG Í FÉLAGIÐ HÉR

Brot af þekkingarbanka U3A Reykjavík
Deildarstjóri á hjúkrunarheimili / Bókhaldari og gjaldkeri. og við innheimtur / Lífeindafræðingur / Ráðgjafi við áfengis eða vímuefnameðferð / Leikari og leikstjóri / Sjúkraþjálfari / Myndlistakennari / Leiðsögumaður erlendra ferðamanna / / Eðlisverkfræðingur, verkfræðipróf / Djákni / Próf í sálarfræði og diploma í hugrænni atferlismeðferð / Bókasafns- og upplýsingafræðingur / Læknaritari / Lögfræðingur með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi og Hæstarétti / Sálfræðingur / Skrifstofumaður / Master í líffræði, efnafræði og fóðurfræði / Viðskiptafræðingur.