Stjórn 2019-2020Stjórn U3A 2019

Frá vinstri Birna G. Bjarnadóttir, Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Hans Kr. Guðmundsson, Birna Sigurjónsdóttir, Vera Snæhólm, Jón B. Björnsson, Jón Ragnar Höskuldsson.

 

Stjórn U3A Reykjavík er skipuð sjö mönnum. Formaður er kosinn sérstaklega á aðalfundi ár hvert og má sitja í þrjú ár. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir á aðalfundi til tveggja ára og geta setið að hámarki tvö kjörtímabil. Stjórnarmenn eru:

Birna Sigurjónsdóttir, formaður starfaði sem verkefnisstjóri á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur áður en hún lét af störfum. Hún er með B.Ed. kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands og M.Ed. gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum frá sama skóla. Hún hefur starfað að skólamálum og félagsmálum fyrir Kennarasamband Íslands og var virk í Kvennalistanum frá stofnun hans og átti sæti á framboðslistum bæði til alþingis og bæjarstjórnar í Kópavogi.

Birna Bjarnadóttir, varaformaður lauk námi frá Kennaraskóla Íslands og kenndi í framhaldsskólum áður en hún tók við starfi sem skólastjóri Bréfaskólans. Sat í bæjarstjórn Kópavogs í nokkur ár. Starfaði við stjórnun heilsugæslustöðva frá 1992, síðast í stjórnsýslu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Kom að stofnun Dansíþróttasambands Íslands og var fyrsti formaður þess. Sat í stjórn Fræðagarðs stéttarfélags innan BHM. Er fulltrúi í nefndum AGE-Platform Europe um málefni aldraðra og aðili að Eurag, evrópskum samtökum um málefni aldraðra.

Hans Kristján Guðmundsson, meðstjórnandi er með doktorsgráðu í eðlisverkfræði frá KTH í Stokkhólmi. Hann hefur unnið að vísinda- og nýsköpunarmálum alla tíð, m.a. við Háskóla Íslands, Iðntæknistofnun, sem vísindafulltrúi hjá EFTA og Sendiráði Íslands í Brussel, rektor NorFA í Osló, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Íslands (Rannís) og forseti viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Hann hefur síðustu árum unnið að málefnum þriðja æviskeiðsins á vettvangi U3A, gegndi formennsku árin 2015 - 2019 og verið virkur í alþjóðastarfi samtakanna, þar á meðal í þremur verkefnum í Evrópusamstarfi.

Ingibjörg Ásgeirsdóttir, meðstjórnandi hefur kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands, MA í námskrárfræðum frá Lundúnaháskóla og MPA í opinberri stjórnsýslu frá HÍ. Hóf starfsferil sem grunnskólakennari, varð síðan ritstjóri námsefnis hjá Námsgagnastofnun þá útgáfustjóri og loks forstjóri þeirrar stofnunar.Hefur verið meðstjórnandi í Félagi Sameinuðu þjóðanna, Félagi forstöðumanna ríkisstofnana, Félagi íslenskra bókaútgefenda og formaður í Félagi stjórnsýslufræðinga.

Jón B. Björnsson, meðstjórnandi  er stúdent frá MA, nam sálfræði í Þýskalandi. Starfaði sem sálfræðingur hjá Reykjavíkurborg, félagsmálastjóri hjá Akureyrarbæ, sviðsstjóri félags-, uppeldis- og menningarmála. Hann hefur starfað sjálfstætt frá 2001 við barnaverndarmál, kennslu, fyrirlestrahald, fararstjórn og fleira. Höfundur fimm bóka. Sat í fyrstu stjórn U3A og hefur tekið þátt í þremur evrópskum samstarfsverkefnum á vegum U3A.

Jón Ragnar Höskuldsson, gjaldkeri starfar við hönnun og forritun upplýsingakerfa.

Vera Snæhólm, meðstjórnandi þroskaþjálfi er með B.Ed. próf frá HÍ. Hún lauk áður námi frá Gæslusystraskóla Íslands. Bjó í Toronto, Kanada í 18 ár og starfaði við aðhlynningu og gæðastjórnun á öldrunarheimilum. Var um tíma, í stjórn í Norræna Félaginu í Toronto. Eftir heimkomu var hún deildarstjóri á Landspítalanum í Kópavogi um árabil og lauk á þeim tíma  B.Ed. prófi við Þroskaþjálfaskor HÍ. Síðustu starfsárin  starfaði hún í Námsveri Kópavogsskóla.