MY U3A - að hitta félagsmenn um heim allan
Ertu á leiðinni í ferðalag? Langar þig til að hitta félagsmenn í U3A þar sem þú verður - jafnvel að skipuleggja hitting eða leita upplýsinga? Þá er upplagt að hafa samband en hér eru listar yfir félögin ásamt upplýsingum

Ringwood heimsótt

U3A á sér langa sögu
Fyrstu U3A samtökin voru stofnuð í Frakklandi árið 1972 og eru nú til í 30 - 40 löndum. Meðlimir þess skipta hundruðum þúsunda og séu Kínverjar taldir með þá milljónum. Í Bretlandi eru U3A hópar nálægt 900 og meðlimir þeirra um 275.000 og í Frakklandi eru um 150 hópar með um 75.000 meðlimum. Mismunandi leiðir í starfi - þó er um tvær meginleiðir að ræða:

  • Franska leiðin. Hópar eru tengdir háskólum beint eða óbeint og styrktir af þeim. Fyrirlesarar koma frá háskólum.
  • Breska leiðin. Fólk kemur saman og myndar sjálfstæða hópa um sameiginleg hugðarefni.
  • Einnig getur verið blanda af báðum leiðum eins og í Uppsala, Svíþjóð, þar sem U3A er tengt háskólum á óbeinan hátt.

 Alþjóðleg samtök U3A

  • IAUTA/AIUTA, International Association of Universities of the Third Age, var stofnað 1975.
  • World U3A, alþjóðlegt tengslanet U3A á vefnum, var stofnað 1997.
  • U3A online - The Virtual University of the Third Age var stofnað 1998. Fjölbreytt úrval námskeiða á vefnum með eða án leiðbeinanda. Hentar vel þeim sem ekki eiga heimangengt.