Alþjóðlega samstarfsverkefnið BALL, Be Active through Lifelong Learning
U3A Reykjavík er aðili að alþjóðlega samstarfsverkefninu BALL, (Be Active through Lifelong Learning) ásamt U3A í Alicante, Spáni og U3A í Lublin, Póllandi. Íslenska fyrirtækið Evris fer með verkstjórn verkefnisins. Hér má lesa meira um verkefnið.

BALL verkefnið í höfn

  Verkefnahópurinn, hér má sjá Ingibjörgu R. Guðlaugsdóttur, Ásdísi Skúladóttur og Hans Kr. Guðmundsson meðal annarra þátttakenda frá Póllandi og Spáni.

Fyrrihluta verkefnisins, undirbúningi að síðari hluta þess, er lokið. Undirbúningur fólst í kortlagningu á hvað er til um undirbúning þriðja æviskeiðsins og spurningakönnun meðal 50 ára og eldri um m.a. hvers þeir vænta af þriðja æviskeiðinu og eftirlaunaárunum og undirbúningi að þeim. Skýrslur með niðurstöðum frá hverju landi og samanburðarskýrslum milli landanna þriggja er að finna hér á vefsíðu BALL verkefnisins - skýrslurnar eru á ensku.

Vinna er að ljúka við síðari hlutann sem er gerð leiðbeininga um ofangreindan undirbúning og eru lokaafurð BALL. Verkefninu lýkur í september árið 2016.