Catch the ball merkiðVerkefninu lauk í júní 2018 og hér er slóðin á Vöruhús Tækifæranna.

Hér er frétt um ráðstefnu þar sem vöruhúsið var kynnt

 

Verkefnið "Catch the BALL" hefur nú opnað vefsíðuna http://catchtheball.eu/. U3A Reykjavík vinnur að þessu verkefni, sem er framhald BALLverkefnisins, ásamt samstarfsaðilunum Evris ses í Reykjavík, Kaunas Science and Technology Park í Kaunas, Litháen og MPM Traininga and Development Center í Liverpool, Englandi. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ áætlun ESB eins og BALL verkefnið. Bakhjarlar þess á Íslandi eru Stéttarfélögin BHM, STRV, VR og Landsvirkjun. Verkefninu er ætlað að hrinda í framkvæmd hugmyndum sem BALL verkefnið setti fram: Menntastofu einstaklingsþroska og Vöruhús tækifæranna. Hægt er að fræðast um þessar hugmyndir á síðum BALL verkefnisins. U3A Reykjavík stýrir uppbyggingu Vöruhússins og í verkefnisteyminu eru Anna María Pétursdóttir, Hans Kristján Guðmundsson, Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir, Jón Björnsson og Jón Ragnar Höskuldsson. Gert er ráð fyrir að Catch the BALL verkefninu ljúki á miðju ári 2018.