Erlent samstarf
U3A Reykjavík sótti um og fékk styrk frá Evrópusambandinu fyrir verkefni í samvinnu við U3A í Alicante, Spáni og U3A í Lublin, Póllandi. Verkefnið kallast BALL. Því lauk með ráðstefnu í Reykjavík 14. september. 

Uppsala U3A - kynnisferð

Nýtt verkefni "Catch the BALL" sem ætlað er til að koma niðurstöðum BALL verkefnisins í framkvæmd hefur hlotið styrk. Við fáum ekki allt sem við báðum um og verðum því að skera eitthvað af verkefninu. Samið verður við Rannís í lok sumars um endanlega verkefnislýsingu og skipulag. Þetta er afskaplega ánægjulegt og tilkvaddir sérfræðingar gáfu okkur afar jákvæða umsögn.  Samstarfsaðilar okkar eru Pólverjar (eins og í BALL) og aðilar úr Norður-Þrændalögum og Kaunas í Litháen.

Ráðstefna U3A í Osaka Japan - BALL kynnt

Akiko Tsukatani í Japan sendi tengil á vef með öllu sem gerðist á ráðstefnunni í Osaka. Mikið verk en ekki alltof auðvelt að rata um vefinn. Þó má sjá myndskeiðsbrot, myndir og kynninguna frá mér ef farið er beint á tengil á atburði fyrri dagsins. Formaður U3A Reykjavík mætti á fundinn og kynnti BALL verkefnið af glæsibrag.