Hans Kr. Guðmundsson tók myndina
Hans Kr. Guðmundsson tók myndina

Margir mættu á fyrirlestur U3A um borgarlínu sem lauk með áhugaverðum umræðum. Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar var gestur og fyrirlesari og fjallaði um nýtt samgöngukerfi sem ætlað er að verða hryggjarstykkið í þróun höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 og lykilverkefni í samgöngum á svæðinu. Miðað er við að almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu myndi heildstætt tveggja laga kerfi. Annars vegar Borgarlínuna, sem tengir saman kjarna sveitarfélaganna með afkastamiklum liðvögnum og hins vegar strætisvagnakerfi sem verður lagað að Borgarlínukerfinu og myndar net um þéttbýlið.