Á myndinni sést forseti Íslands með fulltrúum Evris og U3A Reykjavík við verðlaunaafhendinguna
Á myndinni sést forseti Íslands með fulltrúum Evris og U3A Reykjavík við verðlaunaafhendinguna

Það er okkur sönn ánægja að geta fært ykkur þær gleðifréttir að BALL verkefnið hlaut í gær gæðaverðlaun Erasmus + í flokknum „fullorðinsfræðsla“Viðurkenningin var veitt á 30 ára afmælishátíð Erasmus áætlunar ESB í Hörpu. Viðurkenningin byggir á mati dómnefndar á gæðum verkefnis, nýsköpun, yfirfærslumöguleikum, áhrifum, varanleika ogverkefnastjórnun.

Þetta er mikill heiður fyrir U3A Reykjavík, sem var hugmyndasmiðurinn og prímus mótor í faglegri framkvæmd verkefnisins, sem og alla samstarfsaðilana, Evris, sem sá um verkefnisstjórnina og U3A skólana í Alicante á Spáni og í Lublin, Póllandi. Kærar þakkir til allra þeirra sem að verkefninu komu innanlands og erlendis og sérstakar þakkir fá íslensku bakhjarlar verkefnisins, Reykjavíkurborg, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, BHM og Landsvirkjun.

Í verkefnisteymi U3A Reykjavík hafa þau Hans Kristján Guðmundsson, Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir (sem átti upphaflegu hugmyndina) og Jón Björnsson aðallega unnið að rannsóknum, þróun og mótun niðurstaðna. Auk þeirra hafa þær Ásdís Skúladóttir og Sigurveig H. Sigurðardóttir komið að teymisvinnunni.

Sjá má niðurstöður verkefnisins hér á vefsíðunni  og þar má lesa og hlaða niður bókinni Til móts við þróttmikið þriðja æviskeið sem lýsir tillögum okkar til aðgerða.

U3A Reykjavík og Evris, vinna nú, ásamt samstarfsaðilum í Kaunas, Litháen og Liverpool, Englandi, í nýju Erasmus+ verkefni, Catch the BALL, að því að koma tillögum BALL verkefnisins í verk, m.a. með byggingu vefgáttarinnar "Vöruhúss tækifæranna" en um þá vinnu má fræðast á vefsíðunni www.catchtheball.eu.