U3A Þátttakendur í ferð til Baskalands haustið 2015.
U3A Þátttakendur í ferð til Baskalands haustið 2015.

Ferðalanganir sem fóru til Baskalands í haust sögðu frá ferð sinni í máli og myndum þriðjudaginn 18. nóvember s.l. Bjarni Ólafsson tók fyrstur til máls og kynnti dagskrána og þá sem sögðu frá. Sigrún Þóra Óskarsdóttir tók fyrst til máls og rakti ferðasöguna í léttum tón og upplifun sína á því sem fyrir augu bar og leiðsögumönnum sem aðstoðuðu ferðalangana í að fá sem mest út úr ferðinni. Ríkharður Brynjólfsson sýndi myndir frá ferðalaginu sem hann tók og var góð viðbót við ferðasögu. Margt forvitnilegt bar fyrir augu. Ferðalangarnir fóru ekki eingöngu um héruð og borgir Spánar eins og SanSebastian, Bilbao, Pamplona og Guernika heldur brugðu sér yfir landamærin til Frakklands. Vera Snæhólm rakti einnig ferðasögu í máli og að lokum lýsti Magnús Bjarnason í máli og myndum hvernig smíða skal skip úr eik þar sem farið er með skapalón út í skóg og mátað við tré. Ferðalangar skulu hafa bestu þakkir fyrir skemmtilega frásögn.

Eftir kaffihlé sagði Hlín Agnarsdóttir með myndum frá ferð sinni til Indlands í lok 2014 og byrjun árs 2015. Frásögn hennar var bæði fjörleg og myndræn og er hugsuð, eins og Jón Björnsson orðaði það, sem "íkveikjusprengja" fyrir námskeið um Indland sem verður haldið á vorönn og fyrirhuga ferð þangað ef áhugi er nægur. Námskeiðið verður undir stjórn Jóns Björnssonar.

Texti: Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir. Mynd: Kristín Indiriðadóttir