Komin er út á vegum Springer bókaforlagsins bók um U3A, Háskóla þriðja æviskeiðsins: “University of the Third Age and Active Aging, European and Asian-Pacific Perspectives". Bókinni er ritstýrt af Dr. Marvin Formosa, prófessor í öldrunarfræðum við Háskólann á Möltu og er fjallað í fjölmörgum köflum um tilurð og þróun U3A á heimsvísu, stöðu þess og hlutverk í virkri öldrun í hinum ýmsu löndum Evrópu og Asíu – Kyrrahafssvæðinu. Þar má fræðast um stöðu og hlutverk þessarar starfsemi í hinum ýmsu löndum. Sérstakur kafli er þar um U3A á Íslandi sem Hans Kristján Guðmundsson, fyrrum formaður U3A Reykjavík er höfundur að. Bókina með innihaldslýsingu og nánari upplýsingar er að finna á  vefsíðu forlagsins