Bókin er komin heim
Bókin er komin heim

Á vinnufundi stjórnarmanna þann 28. ágúst afhenti Hans K. Guðmundsson, fráfarandi formaður U3A bókina um Háskóla þriðja æviskeiðsins og virka öldrun. Hans skrifaði einn kafla bókarinnar um U3a Reykjavík og uppbyggingu starfsins og áherslur. Í bókinni má finna hafsjó af upplýsingum um starfsemi U3A í heiminum ekki síst í löndum Asíu.

Hans hefur verið mjög virkur í erlendum samstarfi á vegum U3A Reykjavík og er mjög ánægjulegt að lesa ummæli ritstjóra bókarinnar um störf hans fyrir samtökin og vegferð U3A Reykjavík á liðnum árum.

Birna Sigurjónsdóttir, formaður U3A Reykjavík tók við bókinni fyrir hönd samtakanna.