Bjarni Reynarsson skipulagsfræðingur fjallar um borgarskipulag
Bjarni Reynarsson skipulagsfræðingur fjallar um borgarskipulag

Borgarskipulag og skipulag Reykjavíkur var á döfinni þann 3. Nóvember, þegar Bjarni Reynarsson, skipulagsfræðingur, fræddi U3A félaga um borgarskipulag, sýndi dæmi og myndir frá Kaupmannahöfn, fyrrum höfuðborg Íslands og lagði síðan áherslu á skipulag Reykjavíkur. Hann kynnti þar valda kafla úr samnefndri bók sinni, þar sem fjallað er um sögu borga og borgarskipulags frá öndverðu, þróun Kaupmannahafnar og þróun og skipulag Reykjavíkur. Fróðlegt var að fá yfirlit yfir það hvernig hugmyndir að skipulagi Reykjavíkur hafa þróast og urðu nokkrar umræður um ýmis þau mál sem nú eru ofarlega á baugi og brenna á Reykvíkingum. Gestum gafst svo tækifæri til að kaupa bók Bjarna á vægu verði og nýttu margir sér það tækifæri