Fjölmennt var á félagsundi U3A 17. september þar sem starfsemi U3A var kynnt auk þess sem sagt var frá Vöruhúsi tækifæranna og Evrópuverkefninu HeiM. Í lok fundar voru fundarmenn sem voru um 75 karlar og konur beðnir að koma með hugmyndir að fjölbreyttu starfi félagsins. Líflegar umræður urðu og margar góðar hugmyndir voru settar fram, s.s. um hóp sem vinnur að endurnýtingu og skapar nýtt úr gömlu, námskeið um Íslendingaslóðir í Kanada, námskeið um raddstyrkingu og margt fleira. Þesssar hugmyndir fara til stjórnar félagsins sem vinnur úr þeim. Takk fyrir góða umræðu og góðar hugmyndir!