Hólmfríður og Hrafnhildur þáðu gjafir og þakklæti fyrir stjórnarstörf úr hendi formannsins í lok fun…
Hólmfríður og Hrafnhildur þáðu gjafir og þakklæti fyrir stjórnarstörf úr hendi formannsins í lok fundarins

Þokkaleg mæting var á aðalfund U3A þótt páskahelgin væri framundan. Lilja Ólafsdóttir tók að sér að vera fundarstjóri og stjórnaði fundinum vel og örugglega. Sjá hér fundargerð. Fundurinn hófst á því að formaður félagsins Hans Kr. Guðmundsson flutti skýrslu stjórnar. Voru fundarmenn ánægðir með fjölbreytni í námskeiðum, heimsóknum og annarri starfsemi á árinu 2017. Jón Ragnar Höskuldsson fór yfir ársreikningana og voru þeir samþykktir samhljóða. Einhver aur varð eftir í kassanum og því möguleiki á að gera enn betur á nýbyrjuðu starfsári. Hans tók að sér að vera formaður félagsins eitt ár í viðbót, Hólmfríður Tómasdóttir og Hrafnhildur Hreinsdóttir gengu úr stjórn en í stað þeirra komu Birnur tvær: Birna Sigurjónsdóttir og Birna Bjarnadóttir. Þá komu hópstjórarnir, Birna með Alþjóðahópinn, Elísabet með menningarvitana og Eirný með framtíðarhópinn og sögðu frá mjög svo áhugaverðri starfsemi hópanna  Fundinum lauk svo á því að menn fengu sér kaffisopa, borðuðu pönnsur og ræddu starfsemi félagsins.