Laugardaginn 29. september á Mikjálsmessu efndi U3A til gönguferðar um Granda með Sigrúnu Magnúsdóttur sem leiðsögumann. Tuttugu og sjö manns skráðu sig í gönguna sem hófst á bílastæðinu við HB Granda og bættust einhverjir fleiri við í byrjun göngu. Sigrún rakti sögu staðarins frá upphafi á mjög skemmtilegan og lifandi hátt meðan rölt var um og nutu göngumenn frábærrar leiðsagnar hennar. Að göngu lokinni bauð Sigrún upp á kaffi í varðskipinu Óðni og sýndi skipið um leið. M.a. voru klippurnar víðfrægu úr Þorskastríðinu skoðaðar og kíkt var inn í forsetasvítuna svonefndu auk þess sem rabbað var saman í “Brúnni”. Ferðinni lauk um kl. 16 og hélt þá hver heim til sín. Myndirnar hér að neðan tók Elías R. Gissurarson