Trausti Valsson fjallar um menningararfinn
í skipulags- og byggingarsögunni
Trausti Valsson fjallar um menningararfinn
í skipulags- og byggingarsögunni

HeiM námskeiðið er nú komið á fullt skrið þar sem  þátttakendur læra að hanna og kortleggja leiðir um menningararfinn og menningarminjar á snjalltækin sín. Margir spennandi fyrirlestrar um menningararfinn frá mismunandi sjónarhornum, túlkun og stafræna skráningu eru haldnir á námskeiðinu eins og fram kemur í dagskránni sem finna má hér. Þátttakendur fá meðal annars verklega kennslu í að skrá leiðir með WIKILOC hugbúnaðinum í snjallsímann sinn.

HeiM verkefnið er unnið í Evrópusamstarfi með Króatíu, Póllandi og Spáni og snýr að því að hlúa að menningararfinum með því að kortleggja leiðir um slóðir menningarminja með sérstakri áherslu á þarfir og væntingar fólks sem komið er yfir fimmtugt

Námskeiðið er haldið á tímabilinu 14. október til 9. Nóvember. Það er nú lokað og ekki hægt að bæta við þátttakendum.