Forsíða fréttabréfsins
Forsíða fréttabréfsins

Annað fréttabréf HeiM verkefnisins fjallar um niðurstöður greiningar í samstarfslöndunum fjórum, Króatíu, Íslandi, Póllandi og Spáni á menningararfi sem best höfðar til aldurshópins yfir fimmtugu.  Þetta var unnið með aðstoð  sérfræðingaráðs í hverju landi. Sjá má Fréttabréfið hér

Þar er eftirfarandi frá Íslandi: 

ÍSLAND

GILDI MENNINGARARFLEIFÐARINNAR

Menningararfleifð er mikilvægur þáttur í sjálfsmynd hverrar manneskju. Hún er jafnframt grundvöllur myndun tengsla og samstöðu í litlum sem stórum samfélögum. Eldra fólk ber sérstaklega ábyrgð á að vernda og kynna menningararfleifðina. Til viðbótar við þessa sérstöku stöðu eldra fólks, þá ber því skylda til að færa menningararfeifðina nær þeim sem yngri eru. Það er gífurlega mikilvægt fyrir myndun félagslegrar samstöðu kynslóðanna að eldra fólki takist að rækja þetta hlutverk  sitt sem best.

KÖNNUN SÉRFRÆÐINGA Á MENNINGARARFLEIFÐINNI

Til þess að kanna hvernig íslensku sérfræðingarnir skynjuðu og mátu gildi íslensku menningararfleifðarinnar fengu þeir senda spurningakönnun. Niðurstöður hennar sýna að sérfræðingarnir skilgreina menningararfleifð sem allt það em flyst á milli kynslóðanna og að við metum gildi mikilvægi þess menningarfs meira sem við teljum í hættu að gleymist eða glatist.  Gengið er út frá að eldra fólk skilji þetta betur en nokkur annar.