Saman fóru Tékkarnig og íslenskir U3A félagar í heimsókn í Ráðhús Reykjavíkur þar sem vel var tekið á móti hópnum, í tveggja daga ferð um Suðurland og til Vestmannaeyja, dagsferð um Reykjanes þar sem var móttaka hjá Rafveitu Suðurnesja, dagsferð í Borgarfjörð og út í Stykkishólm. Loks fór allur hópurinna saman (48 manns) á Þingvelli og naut fræðslu í Hakinu nýju miðstöðinni, síðan var gengið niður Almannagjá og að kirkjunni. Gestirnir voru mjög ánægðir með allar móttökur. Birna Sigurjónsdóttir og Guðrún Bjarnadóttir fóru fyrir íslenska hópnum og skipulögðu dagskrána en Dana Steinova formaður Eurag Prag fór fyrir tékkneska hópnum. Í vor sem leið fór íslenski hópurinn til Prag og nú hittust aftur gestir og gestgjafar og skiptu um hlutverk í þessari skiptiheimsókn sem nú er lokið. Markmið skiptiheimsókna er að efla kynni og félagsleg tengsl milli þátttakenda og má segja að það hafi vel tekist.