Fimmtudaginn 26. september fóru 20 félagar í U3A í heimsókn í Sólheima í Grímsnesi. Í Sesseljuhúsi fengum við kynningu á því sjálfbæra samfélagi sem rekið er í Sólheimum, fræðslu um söguna að baki stofnun þess og um frumkvöðulinn Sesselju Hreindísi Sigmundsdóttur (1902 - 1974). Sesselja stofnaði Sólheima árið 1930 en nú búa þar um 100 manns, vistmenn og starfsmenn. Gengið var um staðinn og komið við á kaffihúsi þar sem einnig eru til sölu listmunir framleiddir á staðnum auk grænmetis úr garði og gróðurhúsi.

Myndina tók Elías Gissurarson við elsta hús staðarins.