Á fimmtudaginn var, 14. janúar, fékk fjölmennur hópur U3A félaga að njóta sérlega áhugaverðrar heimsóknar í Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi. Þar sagði Jón Hrólfur Sigurjónsson af mikilli innlifun frá starfi safnsins með myndum og hljóðdæmum úr íslenskri tónlistarsögu. Það er ótrúlegt að sjá og heyra hvíliku grettistaki þeir félagar. Bjarki, forstöðumaður, og Jón Hrólfur hafa lyft í söfnun, varðveislu, aðgengi og miðlun þessara merkilegu menningarminja. Afrakstur áralangra starfa þeirra má sjá á vefsíðum safnsins og síðum www.ismus.is. Það er um leið sorglegt að vita til þess að Kópavogsbær hafi úthýst safninu og að framtíð þess sé í algerri óvissu.

U3A þakkar kærlega fyrir ánægjulega síðdegisstund.

Texti: Hans Kristján Guðmundsson