Húsfyllir var á hefðbundinni lokahátíð á vetrardagskránni. Félagar nutu þar kaffisopa með hollri blöndu sætinda og ávaxta um leið og hlustað var á erindi Halldóru K. Thoroddsen, rithöfundar, Ást á vergangi.

Halldóra flutti okkur mjög áhugaverðar og innihaldsríkar hugleiðingar um fólk á efri árum, ástina og tilhneigingu samfélagsins til skipta fólki í hólf. Hún las síðan upp valda kafla úr bók sinni Tvöfalt gler. Greinilegt var á jákvæðum viðtökum að hugleiðingar hennar náðu vel til áheyrenda og var gerður góður rómur að boðskap hennar.