Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir stofnandi U3A Reykjavík, formaður og stjórnarmaður félagsins í sjö ár var heiðruð á sameiginlegum fundi nýrrar og fráfarandi stjórnar U3A 31. maí sl. Hans Kristján Guðmundsson færði henni blóm og bókina Hringfarinn eftir eftir Kristján Gíslason. Ingibjörgu er þakkað sitt ötula frumkvöðulsstarf við stofnun, forystu og framþróun U3A Reykjavík, fyrir óbilandi kjark, áræðni og umhyggju um málefni þriðja æviskeiðsins, æviskeiðs tækifæranna