Langholtsdætur sungu eins og englar
Langholtsdætur sungu eins og englar

Fjöldi félaga og gesta þeirra sótti jólafund U3A Reykjavík sem haldinn var á veitingastaðnum Nauthóli þriðjudaginn 11. september. Í notalegu umhverfi nutu gestir léttra veitinga á meðan Árni Björnsson, þjóðháttafræðingurinn landskunni, leiddi þá í allan sannleika um uppruna og þróun jólahátiðanna frá örófi alda í Egyptalandi og Róm til norrænna miðaldasiða og fram á okkar daga. Afar fróðlegt enda fáir, ef nokkur, fróðari en Árni um þessa sögu. Fjórar ungar “Langholtsdömur” leiddu okkur svo inn í hátíðlega jólastemningu með yndislega fallegum flutningi nokkurra jólalaga. Þar með lauk fjölbreyttri haustdagskránni og óskar U3A Reykjavík öllum félögum og velunnurum gleðilegra hátíða. Hittumst heil á nýju ári á viðburðum vorsins.