Jólaviðburður U3A var haldinn þriðjudaginn 15. desember í Félagsmiðstöðinni að Hæðargarði 31. Fyrirlesari var dr. Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Kom hann víða við og sagði meðal annars frá færeyskum, norskum, sænskum, skandinaviskum og írskum uppruna sagna og siða.

Sammerkt má segja að menn trúðu að vættir kæmu til mannabyggða um jólin og þrengdu smám saman að mannfólkinu þannig að þeim var einungis vært innandyra. Þessar vættir vildu taka og stela. Hér á landi voru það álfar, sem vildu komast inn.

Jól hjá u3a 2015  Jól hjá U3A 2015   Jól hjá U3A 2015

Sammerkt var einnig að því var trúað að konan sjórnaði því sem fram fór á vetrum og verndaði en á sumrin væri því öfugt farið og karlinn sterkur, stundaði veiðar og heyskap. Terry rakti uppruna Grýlu erlendis og hvernig sagan um hana kom hingað til lands og hvar hana má finna m.a. í Íslendingasögum og þjóðsögum og sögu jólasveinanna og hversvegna þeir væru 13 talsins. Sagan um jólaköttinn er íslensk en hún gæti tengst sið til dæmis í Noregi þar sem talað var um að fara í jólageitina. Klæddust menn þá hami í líkingu við geit.

Trúin á búálfa, tomta á sænsku, kom ekki til Íslands og mætti það ef til vill rekja til þess að á Norðurlöndum var því trúað að þeir hefðu aðsetur í grafhaugum en þegar landnámsmenn komu til Íslands voru engir slíkir hér á landi og engar sögur eða munnmæli urðu því til um búálfana.

 Texti: Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir. Myndir: Margrét Örnólfsdóttir