Kynningarfundur U3A á Suðurnesjum

Við vekjum athygli ykkar á kynningarfundi um U3A sem boðað er til nú á föstudaginn 31. mars á Nesvöllum í Reykjanesbæ kl. 14. Fundurinn er haldinn að frumkvæði Öldungaráðs Suðurnesja og auglýsingu um fundinn má sjá hér. Starf U3A Reykjavík og starf U3A á alþjóðavettvangi verður kynnt og vonir standa til að á fundinum verði hægt að skrá nafn sitt á lista stofnfélaga félags sem stæði að U3A Suðurnes. 
 
Með kveðjum
U3A Reykjavík

Hans Kristján Guðmundsson, formaður