Dagrúnu, Maríu og Ingibjörgu þakkað með blómum
Dagrúnu, Maríu og Ingibjörgu þakkað með blómum

Á aðalfundi U3A Reykjavík sem haldinn var í Hæðargarði 31 í gær 19. mars var kjörin ný stjórn félagsins.

Birna Sigurjónsdóttir var kjörin formaður og ný stjórn er þannig skipuð: Birna G. Bjarnadóttir og Jón Ragnar Höskuldsson sem voru kjörin til tveggja ára á síðasta aðalfundi, nýir stjórnarmenn eru Hans Kr. Guðmundsson, Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Jón Björnsson og Vera Snæhólm.

Fráfarandi stjórnarmönnum Dagrúnu Þórðardóttur, Ingibjörgu R. Guðlaugsdóttur og Maríu Ragnarsdóttur, var þakkað samstarfið og tóku þær við blómvendi úr hendi fráfarandi formanns. Ingibjörgu sem var stofnandi félagsins og formaður fyrstu þrjú árin og síðan stjórnarmaður sl. fjögur ár var þakkað sérstaklega sitt ómetanlega framlag! 

Ásdísi Skúladóttur sem stýrt hefur bókmenntahópi og Elísabetu Jónsdóttur sem haldið hefur utan um menningarhóp og séð um kaffispjall  fyrir félagsmenn voru einnig færð blóm sem þakklæti fyrir sitt sjálfboðaliðastarf í þágu félagsins.