Pláss fyrir fleiri í ferðina til Prag

Eins og þið hafið kannski orðið vör við er U3A að skipuleggja skiptiheimsókn til Prag. Hópur U3A-félaga fer í vikuheimsókn til Prag og nágrannalanda 22.-29. maí nk. og hópur frá Eurag Prag kemur hingað 2.-9. september 2019. 18 manns hafa ákveðið að taka þátt en það er ennþá pláss fyrir fleiri. Sendið mér endilega skilaboð ef þið hafið áhuga á ferðinni á skogarsel@simnet.is