Safnaferð í Nesstofusafn

Mynd sem Elísabet tók á Nesstofusafninu.
Mynd sem Elísabet tók á Nesstofusafninu.

Safnaferð var farin í Nesstofusafn miðvikudaginn 21. júní kl. 14 

Elísabet Jónsdóttir félagi í U3A og hvatamaður að kaffihittingnum í Kaffi Flóru lagði drög að ferðinni. Þar er sýnigin „List officinalis“ um jurtir sem m.a. Bjarni Pálsson, fyrsti landlæknirinn, ræktaði. Sigríður Nanna sýningarstjóri tók á móti hópnum með leiðsögn. Svo var farið í kaffi á eftir í „Arna kaffi- og ísbar“ á Eiðistorgi.