Thomas Möller heldur námskeið
Thomas Möller heldur námskeið

Samningatækni var svo næsta viðfangsefni, þegar Thomas Möller, hagverkfræðingur hélt námskeið fyrir U3A félaga um efnið þann 13. október. Námskeiðið var það fyrsta í röð námskeiða sem Thomas býður U3A félögum til og eru hluti af námskeiðasafni Rými Akademíunnar. Námskeiðsefni er fyrir hendi á vefsíðum Rýmis Ofnasmiðjunnar og býðst félögum að kynna sér efnið að vild. Námskeiðin eru 20 talsins og fjalla um ýmsa þætti stjórnunar, skipulags og samskipta og er þau að finna á netinu. Fjöldi þessara námskeiða mætir almennum þörfum við að skipulegga og stýra eigin lífi og mun U3A Reykjavík bjóða nokkur þessara námskeiða sem þriðjudagsviðburði í vetur í samstarfi við Rými Akademíuna með leiðsögn Thomasar.

Á þessu stutta námskeiði um samningatækni stiklaði Thomas á stóru um það hvað samningar eru í reynd stór hluti af daglegu lífi - varðandi hús, bíl, ferðir, laun, banka, mat, bíó - í starfi jafnt sem einkalífi. Hann sagði mikilvægt að ná "samvinningi" þannig að samningur verði báðum aðilum í hag. Nefndi hann fjölmörg dæmi úr daglegu lífi, talsverðar umræður spunnust meðal þátttak-enda og var gerður góður rómur að máli Thomasar.