U3A fór í ferð laugardaginn 28. apríl að Svartsengi og í Reykjanesvirkjun. Ferðin þótti mjög vel heppnuð. Albert Albertsson, hugmyndasmiður Auðlindagarðsins í Svartsengi tók á móti hópnum. Síðan var gengið um orkuverið í Svartsengi.

 Þá var haldið í Reykjanesvirkjun og sýningin Orkuverið Jörð skoðuð. Þema sýningarinnar er fróðleikur um orku í ýmsu formi allt frá Miklahvelli og upphafi sólkerfisins fram til okkar tíma. 

Myndin hér vinstra megin er tekin í Svartsengi þar sem Albert Albertsson hugmyndasmiður Auðlindagarðsins í Svartsengi fræddi okkur um starfsemina, Albert er fyrir miðri mynd. Myndin hægra megin er tekin við Reykjanesvirkjun þar sem hópurinn skoðaði sýninguna Orkuverið jörð. Myndir tók Elías Gissurarson