U3A Reykjavík vill vekja athygli á viðburðaröðinn Tæknikaffi hjá Borgarbókasafninu

Borgarbókasafnið er alhliða upplýsinga- og menningarstofnun og meginhlutverk þess er að jafna aðgengi að menningu og þekkingu. Lögð er áhersla á gott aðgengi borgarbúa á öllum aldri að þjónustu, fræðslu og viðburðum á sviði menningar og lista.

Þorbjörg Karlsdóttir, verkefnastjóri hjá Borgarbókasafninu stendur fyrir viðburðaröðinni Tæknikaffi sem er hugsað fyrir venjulegt fólk sem langar til að læra betur á tölvur og snjalltæki. Tæknikaffið er opið öllum og er alla fimmtudaga á Borgarbókasafninu í Grófinni kl. 16:00-18:00.

Fólk er hvatt til að koma í Tæknikaffið með spurningar tengdar daglegri notkun á netinu, tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum. Lausnin er alltaf handan við hornið! Ráðlagt er að fólk hafi eigin tölvur eða síma meðferðis, en það eru einnig tölvur til afnota á safninu. 

Öðru hverju í Tæknikaffinu eru haldin sérstök erindi þar sem ýmsar tæknilausnir eru kynntar, eins og hvernig er best að nálgast hljóð- og rafbækur og hvernig einfaldast er að framkvæma margskonar innkaup á netinu. Hrönn Traustadóttir, kennari í listsköpun og hönnun í Tækniskólanum hefur haft yfirumsjón með þessum erindum og mælt er með því að fylgjast vel með dagskrá Tæknikaffisins í viðburðardagatalinu á heimasíðu Borgarbókasafnsins https://www.borgarbokasafn.is/vidburdir

Næsta erindi með Hrönn Traustadóttir er 28. nóvember kl. 16:30-18:00 og ber titilinn Tæknikaffi | Ljósmyndir, ljósmyndabækur og einföld myndvinnsla.
Sjá hér:https://www.borgarbokasafn.is/vidburdir/fraedsla-kaffistundir-welcome/taeknikaffi-ljosmyndir-ljosmyndabaekur-og-einfold

Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.