U3A Reykjavík vill vekja athygli á að Þorbjörg Karlsdóttir, verkefnastjóri hjá Borgarbókasafninu stendur fyrir viðburðaröðinni Tæknikaffi sem er hugsað fyrir venjulegt fólk sem langar til að læra betur á tölvur og snjalltæki. Tæknikaffið er opið öllum og er alla fimmtudaga á Borgarbókasafninu í Grófinni kl. 16:00-18:00.

Fólk er hvatt til að koma í Tæknikaffið með spurningar tengdar daglegri notkun á netinu, tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum. Lausnin er alltaf handan við hornið! Ráðlagt er að fólk hafi eigin tölvur eða síma meðferðis, en það eru einnig tölvur til afnota á safninu. 

Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.