Í öðrum hluta Evrópuverkefnisins HeiM var gerð könnun meðal fólks yfir fimmtugu í samstarfslöndunum fjórum, Króatíu, Íslandi, Póllandi og Spáni með það að markmiði að kanna viðhorf þess til ýmissa atriða varðandi menningararfinn. Niðurstöðurnar verða svo veganesti við þróun námsefnis fyrir fulltrúa þessa markhóps sem munu taka þátt í að hanna leiðir til að nálgast menningarminjar á virkan hátt.

Í þessu fréttabréfi eru niðurstöðurnar dregnar saman og kynntar ásamt ráðleggingum sérfræðinga hvers samstarfslands þar sem við á.

Fréttabréfið má lesa hér. Upplýsingar um HeiM verkefnið má svo finna á vefsíðu verkefnisins www.heimheritage.eu.