U3A Suðurnes - stofnfundur 16. september

Stofnfundur U3A Suðurnes verður haldinn laugardaginn 16. september kl.14:00 í sal MSS, Krossmóum 4, Reykjanesbæ.  Allir eru hjartanlega velkomnir. Nú þegar hafa á fjórða tug einstaklinga skráð sig sem stofnfélaga en skráning mun halda áfram og standa út árið 2017.  Það er einkar ánægjulegt að á Suðurnesjum skuli  stofnuð önnur deild U3A á Íslandi sem fetar í fótspor U3A Reykjavík. Okkur í stjórn U3A Reykjavík fannst við hæfi að færa nýrri deild  nýtt merki í anda þess sem hannað var fyrir okkur á sínum tíma. Hönnuðurinn heitir Kristján Sigurðsson og fyrirtæki hans Grafísk hönnun. Hér má lesa nánar um stofnfund U3A Suðurnesja.