Í stuttu viðtali í þættinum Lífið er lag sem Sigurður Kolbeinsson sér um er rætt við Birnu Sigurjónsdóttur formann U3A Reykjavík um starfsemi félagsins. Birtar eru myndir frá samkomum í Hæðargarði og fleiri viðburðum, þar á meðal mynd úr Indlandsferð félagsmanna árið 2017. Þátturinn var fyrst á dagskrá 17. mars kl. 20:30 en hefur síðan verið endursýndur nokkrum sinnum.