Kæru félagar.
Ykkur er boðið að nýta ykkur "Vöruhús tækifæranna" sem nú er opið. Þar er að finna ýmis tækifæri í rekkum sínum og hillum. Vöruhúsið var kynnt á ráðstefnunni “Gríptu boltann” í Iðnó þriðjudaginn 26. júní, en ráðstefnan markaði lokin á evrópska samstarfsverkefninu “Catch the BALL”. Vöruhúsið er önnur tveggja afurða verkefnisins, hin er Menntastofa tækifæranna sem er ætlað leiðbeinendum og þjálfurum sem aðstoða folk við að setja og ná markmiðum á síðari hluta ævinnar.

Þið finnið dyrnar að vöruhúsinu á vefslóðinni https://vöruhús-tækifæranna.isÞetta er íslenska vöruhúsið, en hægt er svo að skoða evrópska, litháíska og breska vöruhúsið með því að nota valkostina undir orðunum “veldu vöruhús” í efstu línu síðunnar.

Vöruhús tækifæranna tengir fólk á þriðja æviskeiðinu, árunum eftir fimmtugt, sem leitar áhugaverðra hugmynda og tækifæra til að virkja framtíðina, við þá sem bjóða ýmis slík tækifæri. Vöruhúsið er byggt upp eins og venjuleg vöruhús sem við þekkjum, með rekkum og hillum, en hér eru þær á Netinu. Rekkarnir standa fyrir sex meginflokka vara, sem er að finna í hillunum. Hægt er að finna innihald rekkanna með því að smella á Tækifæri í valröndinni efst á forsíðunni eða með því að velja úr einhverju af boxunum sex neðar á síðunni. Það er einnig hægt að finna vörur með því að nota leitarmöguleikann fyrir neðan rauða borðanná forsíðunni, með því að slá inn leitarorð að eigin vali og einhverja af valkostunum sem gefnir eru. Nánari upplýsingar er að finna undir orðinu “Aðstoð” efst á vefsíðunum.

Vöruhúsið verður í sífelldri þróun og viljum við gjarnan fá aðstoð ykkar við að rýna í innihald, útfærslu og virkni þess og kanna möguleika á frekari þróun. Við hyggjumst því í þeim tilgangi stofna einn eða fleiri Rýnihópa. Við bjóðum ykkur sem viljið taka þátt í slíkri rýni að skrá áhuga ykkar hér.

Með kveðjum frá U3A vöruhústeyminu.