Íslenska Vöruhús tækifæranna var formlega opnað þann 26. júní á ráðstefnu um Gríptu boltann (Catch the BALL). Vefslóðin er vöruhús-tækifæranna.is og voruhus-taekifaeranna.is Frá íslenska vöruhúsinu er hægt að fara inn á evrópska vöruhúsið, það litháíska og enska með því að smella á hnappinn, Veldu vöruhús, efst á forsíðu vefsíðunnar. Vinsamlega látið okkur vita ef þið viljið bæta við vörum með því að smella á hnappinn Hafðu samband og senda okkur tölvupóst með vefslóð vörunnnar. Vöruhúsið er og verður í stöðugri þróun með ykkar hjálp. Hér að neðan má sjá umfjöllun Morgunblaðsins 28. 6. 2018 um ráðstefnuna.