Silver Eco Ageing Well International Awards hefur tilnefnt U3A Reykjavík til viðurkenningar ásamt 44 öðrum aðilum. Tilnefningin er fyrir hugmyndina að Vöruhúsi tækifæranna. Á vefnum www.Silvereco.org/awards má sjá hverjir eru tilnefndir og nálgast upplýsingar um þá. sjá: http://www.silvereco.org/awards/selected-candidates/
 
Alþjóðleg dómnefnd metur tilnefnd verkefni og ennfremur er hægt að greiða verkefnum atkvæði á slóðinni http://www.silvereco.org/awards/vote-for-your-candidate/ . U3A býður ykkur að nýta þetta tækifæri og gefa samtökunum atkvæði ykkar.
 
Viðurkenningar verða veittar við hátíðlega athöfn á Global Business Hub, Tokío, 13. júní 2019 
 
SilverEco and Ageing Well veitir alþjóðlega viðurkenningu fyrir lausnir, þjónustu, nýsköpun og þess sem best getur leitt til farsællar öldrunar. U3A Reykjavík sækir um viðurkenningu fyrir hugmynd, hönnun og útfærslu að Vöruhúsi tækifæranna. Fyrrverandi formaður U3A Reykjavík, Hans Kristján Guðmundsson, situr í hinni alþjóðlegu dómnefnd sem velur þá sem vinna til viðurkenningar og er hann þar í góðum hópi fjölmargra  reynslumikilla sérfræðinga um farsæla öldrun.

SilverEco and Ageing Well, alþjóðleg gátt Silver Economy, var stofnuð 2007. Gáttin veitir bestu mögulegu upplýsingar um hvernig skal stuðla að farsælli öldrun, bæði þeim sem nota þjónustu við aldraða og þeim sem veita hana. Stofnun gáttarinnar má sjá í ljósi þess að öldruðum fer ört fjölgandi í heiminum.