BALL verkefnið á tímamótum

Fyrri hluta BALL, Be Active through Lifelong Learning, alþjóðlega samstarfsverkefnisins er nú lokið og vinna við síðari helming þess hafin.
Lesa meira

Karlmenn í blíðu og stríðu

Karlmenn í blíðu og stríðu voru á dagskrá 10. Nóvember, þegar Ásdís Egilsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands ræddi um karlmennsku í íslenskum miðaldabókmenntum. Lagði Ásdís áherslu á sögur af svokölluðum kolbítum, "vandræðadrengjum" sem vildu fremur dvelja í eldahúsi en takast á við drengjaleiki, útiverk og erfiði þótt yfirleitt væru þeir aflmiklir og unnu afrek þegar þeim var loks komið úr húsi.
Lesa meira

Borgarskipulag og skipulag Reykjavíkur

Borgarskipulag og skipulag Reykjavíkur var á döfinni þann 3. Nóvember, þegar Bjarni Reynarsson, skipulagsfræðingur, fræddi U3A félaga um borgarskipulag, sýndi dæmi og myndir frá Kaupmannahöfn, fyrrum höfuðborg Íslands og lagði síðan áherslu á skipulag Reykjavíkur.
Lesa meira

Samningatækni

Samningatækni var svo næsta viðfangsefni, þegar Thomas Möller, hagverkfræðingur hélt námskeið fyrir U3A félaga um efnið þann 13. október. Námskeiðið var það fyrsta í röð námskeiða sem Thomas býður U3A félögum til og eru hluti af námskeiðasafni Rými Akademíunnar.
Lesa meira

Nýr hópur hjá U3A Reykjavík - Endursköpun kvenna

Fyrir nokkrum árum kom út bókin Project Renewment - The first Retirement Model for Career Women eftir Bernice Bratter og Helen Dennis. Áhersla bókarinnar er á að fyrsta kynslóð kvenna sem fór út á vinnumarkaðinn í milljónatali er nú að komast á eftirlaunaaldur og að þessar konur skortir fyrirmyndir að líta til þegar þær móta framtíð sína eftir starfslok.
Lesa meira

Loftslagsbreytingar, sjálfbærni og umhverfi

Loftslagsbreytingar, sjálfbærni og umhverfi voru á dagskrá 6. október, þegar Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands í sjálfbærnivísindum, fjallaði um þessi mikilvægu mál. Að loknum fundi settust svo nokkrir félagar með Kristínu Völu og ræddu möguleika á hópstarfi innan U3A um þessi mál.
Lesa meira

U3A í Ringwood

Hópur kvenna frá U3A Ringwood í Hampshire, Englandi, er á ferð um Ísland þessa dagana að skoða borgina og landið.
Lesa meira

Heimsókn til Háskólans í Reykjavík

Hópur, um 30 manns, frá U3A Reykjavík fór í heimsókn til Háskólans í Reykjavík (HR) föstudaginn 25. september. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR og Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna háskólans tóku á móti hópnum og fræddu um starfsemi skólanna og bygginguna sem hefur myndað umgjörð um hana s.l. fimm ár.
Lesa meira

Merkir Íslendingar - Ingibjörg H. Bjarnason

Mikið fjölmenni var á fundi U3A um "Merka Íslendinga" en þar ræddi Eyrún Ingadóttir, sagnfræðingur um líf og starf Ingibjargar H. Bjarnason skólastjóra Kvennaskólans í Reykjavík og fyrstu konuna sem sat Alþingi Íslendinga.
Lesa meira

Félagsfundur U3A Reykjavík 2015

Félagsfundur U3A Reykjavík var haldinn þriðjudaginn 15. september síðastliðinn í samræmi við þáhefð sem skapast hefur að hefja hauststarfið þannig á hverju ári. Félagsfundurinn er hugsaður sem vettvangur þar sem stjórnin ber hugmyndir sínar að starfi vetrarins á borð fyrir félagana til gagnrýnnar umræðu
Lesa meira