Félagsfundur U3A Reykjavík 2015

Félagsfundur U3A Reykjavík var haldinn þriðjudaginn 15. september síðastliðinn í samræmi við þáhefð sem skapast hefur að hefja hauststarfið þannig á hverju ári. Félagsfundurinn er hugsaður sem vettvangur þar sem stjórnin ber hugmyndir sínar að starfi vetrarins á borð fyrir félagana til gagnrýnnar umræðu
Lesa meira

Ráðstefna U3A í Alicante um borgaravitund og félagsleg samheldni

Hans Kristján Guðmundsson, formaður U3A Reykjavík, var boðinn á alþjóðlega ráðstefnu alþjóðasamtaka U3A, AIUTA, sem haldinn var í Alicante dagana 11. og 12. júní síðastliðinn.
Lesa meira

BALL fundur og U3A afmælisráðstefna í Lublin, Póllandi

Þriðji verkefnisstjórnarfundur BALL verkefnisins var haldinn 21. Maí í Lublin í Póllandi. Unnið var úr niðurstöðum þá nýafstaðinnar viðhorfs- og væntingakönnunar. Verkefnið og niðurstöður þess voru síðan kynntar daginn eftir á afmælisráðstefnu U3A í Lublin. (International Conference "Old Age - Between Tradition and Modernity").
Lesa meira

Heimsókn frá Senior Universitetet i Uppsala

Tíu manna hópur frá Senior Universitetet i Uppsala kom í heimsókn til U3A Reykjavík í maí síðastliðnum. Tekið var vel á móti hópnum, farið með hann í heimsókn í Norræna húsið, á Landnámssýninguna og haldinn opinn fundur með honum í Félagsmiðstöðinni í Hæðargarði þar sem haldin voru margvísleg erindi.
Lesa meira

Bókmenntahópur U3A Reykjavík

Bókmenntahópurinn 2015, umsjón: Ásdís Skúladóttir. Myndir frá starfseminni.
Lesa meira

Orðið er laust: Berlín - Thomas Möller, hagverkfræðingur

Thomas Möller, hagverkfræðingur, hélt fróðlegan og fjörlegan fyrirlestur um Berlín í þátíð og nútíð þriðjudaginn 21. apríl í Félagsmiðstöðinni að Hæðargarði 31. Thomas gjörþekkir Berlín eftir að hafa stundað nám þar í sjö ár (1974-1981) og frá árlegum heimsóknum sínum til borgarinnar.
Lesa meira

Heimsókn í Þjóðleikhúsið

U3A Reykjavík stóð fyrir heimsókn í Þjóðleikhúsið fimmtudaginn 16. apríl sem 30 manna hópur tók þátt í. Þórhallur Sigurðsson, leikstjóri og leikari, tók á móti hópnum og leiddi hann um húsakynni leikhússins.
Lesa meira

Orðið er laust "Pipraðir páfuglar. Um matarmenningu á miðöldum" dr. Sverrir Tómasson, prófessor emeritus

Þetta var titill erindis sem dr. Sverrir Tómasson, prófessor emeritus og fyrrum starfsmaður við Árnastofnun, hélt á vegum U3A Reykjavík. Sverrir er íslenskufræðingur og sérfræðingur í miðaldabókmenntum. Hann hefur skoðað matarmenningu Íslendinga í gegnum aldirnar eins og þeim er lýst í bókmenntum og handritum.
Lesa meira

Átthagafræði Reykjavíkur - Hlíðarhverfi

Guðný Gerður Gunnarsdóttir, fyrrverandi borgarminjavörður fjallaði um Hlíðarhverfi í fyrirlestri sínum sem er annar í röðinni af fyrirlestrum um átthagafræði Reykjavíkur. Sá fyrsti spannaði þróun borgarinnar úr bæ í borg en að þessu sinni var þróun og uppbygging Hlíðarhverfis til umfjöllunar.
Lesa meira

Aðalfundur U3A Reykjavík

Þriðji aðalfundur U3A Reykjavík var haldinn þriðjudaginn 17. mars 2015 og var dagskrá hans samkvæmt 8. lið samþykktar um samtökin. Fundarstjóri var Lilja Ólafsdóttir.
Lesa meira