Bókmenntahópur U3A Reykjavík

Bókmenntahópurinn 2015, umsjón: Ásdís Skúladóttir. Myndir frá starfseminni.
Lesa meira

Orðið er laust: Berlín - Thomas Möller, hagverkfræðingur

Thomas Möller, hagverkfræðingur, hélt fróðlegan og fjörlegan fyrirlestur um Berlín í þátíð og nútíð þriðjudaginn 21. apríl í Félagsmiðstöðinni að Hæðargarði 31. Thomas gjörþekkir Berlín eftir að hafa stundað nám þar í sjö ár (1974-1981) og frá árlegum heimsóknum sínum til borgarinnar.
Lesa meira

Heimsókn í Þjóðleikhúsið

U3A Reykjavík stóð fyrir heimsókn í Þjóðleikhúsið fimmtudaginn 16. apríl sem 30 manna hópur tók þátt í. Þórhallur Sigurðsson, leikstjóri og leikari, tók á móti hópnum og leiddi hann um húsakynni leikhússins.
Lesa meira

Orðið er laust "Pipraðir páfuglar. Um matarmenningu á miðöldum" dr. Sverrir Tómasson, prófessor emeritus

Þetta var titill erindis sem dr. Sverrir Tómasson, prófessor emeritus og fyrrum starfsmaður við Árnastofnun, hélt á vegum U3A Reykjavík. Sverrir er íslenskufræðingur og sérfræðingur í miðaldabókmenntum. Hann hefur skoðað matarmenningu Íslendinga í gegnum aldirnar eins og þeim er lýst í bókmenntum og handritum.
Lesa meira

Átthagafræði Reykjavíkur - Hlíðarhverfi

Guðný Gerður Gunnarsdóttir, fyrrverandi borgarminjavörður fjallaði um Hlíðarhverfi í fyrirlestri sínum sem er annar í röðinni af fyrirlestrum um átthagafræði Reykjavíkur. Sá fyrsti spannaði þróun borgarinnar úr bæ í borg en að þessu sinni var þróun og uppbygging Hlíðarhverfis til umfjöllunar.
Lesa meira

Aðalfundur U3A Reykjavík

Þriðji aðalfundur U3A Reykjavík var haldinn þriðjudaginn 17. mars 2015 og var dagskrá hans samkvæmt 8. lið samþykktar um samtökin. Fundarstjóri var Lilja Ólafsdóttir.
Lesa meira

Heimsókn til Hreinsistöðvar að Klettagörðum

Aðeins tveir gestir á vegum U3A Reykjavík sáu sér fært að mæta í heimsókn til hreinsistöðvar að Klettagörðum. Stefán Kjartansson, verkstjóri, tók á móti gestunum og kynnti þeim starfsemi stöðvarinnar bæði með myndum og rölti um stöðina þar sem hann útskýrði það sem fyrir augu bar.
Lesa meira

Námskeið um Mógúla

Dagana 26. febrúar og 3. mars hélt Jón Björnsson erindi um Stórmógúlana og veldi þeirra á Indlandi frá 1526 til 1858. Hér er um einskonar konungasögu að ræða en sex mógúlar ríktu hver fram af öðrum með miklum glæsileik og sátu í Delhi og Agra.
Lesa meira

Merkir Íslendingar - Benedikt Gröndal, skáld og náttúrufræðingur

Guðrún Egilson, íslenskufræðingur flutti erindið: "Af náttúru til var ég fúll og einrænn ...." Góð aðsókn var á fyrirlestur Guðrúnar Egilson íslenskufræðings um skáldið og náttúrufræðinginn Benedikt Gröndal þriðjudaginn 17. febrúar þrátt fyrir válynd veður.
Lesa meira

Heimsókn til fyrirtækisins Íslensk erfðagreining

Um 30 manna hópur frá U3A Reykjavík sótti heim fyrirtækið Íslensk erfðagreining, deCode, fimmtudaginn 19. febrúar. Guðmundur Einarsson, líffræðingur, tók á móti hópnum og flutti fyrirlestur um starfsemi fyrirtækisins áður en gengið var um húsakynnin.
Lesa meira