Heimsókn í Hæstarétt

Rúmlega tuttugu manns fóru á vegum U3A Reykjavík í heimsókn í Hæstarétt fimmtudaginn 16. október og skoðuðu hið gullfallega hús réttarins. Guðlaug Jónasdóttir, aðstoðarmaður dómara, leiddi gesti um húsið og sagði frá hönnun þess.
Lesa meira

Orðið er laust - Örnefni og kennimerki á höfuðborgarsvæðinu

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, sagnfræðingur, flutti fyrirlestur þriðjudaginn 7. október í Félags-miðstöðinni, Hæðagarði 31, um örnefni og kennimerki á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira

Fundur stýrihóps BALL verkefnisins

Fyrsti fundur stýrihóps BALL verkefnisins var haldinn þriðjudaginn 23. september s.l. í húsakynnum Evris ehf og var fram haldið morguninn eftir. Auk starfsmanna Evris sátu fundinn fulltrúar U3A í löndunum þremur.
Lesa meira

Ráðstefnan Þriðja æviskeiðið, nýtum og njótum

Rástefnan Þriðja æviskeiðið, nýtum og njótum, tókst í alla staði mjög vel. Húsfyllir var í sal Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu og varð að bæta við stólum svo allir gætu setið. Talið er að ráðstefnugestir hafi verið yfir 120 talsins.
Lesa meira

Félagsfundur U3A Reykjavík

Árlegur félagsfundur U3A Reykjavík var haldinn þriðjudaginn 30. september síðastliðinn. Fundurinn ver vel sóttur og sátu hann að talið er um 40 manns. Yfir 30 skrifuðu sig á netfangalista samtakanna.
Lesa meira

Alþjóðlegt samstarfsverkefni - BALL

Alþjóðlega samstarfsverkefnið BALL, sem U3A Reykjavík er aðili að, hefur hlotið styrk að upphæð rúmlega 30 milljónir króna frá Evrópusambandinu gegnum Erasmus+ prógrammið. Aðalaumsækjandi og styrkhafi er Evris ehf og U3A í Reykjavík, Alicante og Lublin meðumsækjendur og meðstyrkhafar.
Lesa meira

Alþjóðlegt samstarfsverkefni - BALL

U3A Reykjavík hefur sótt um styrk fyrir verkefnið BALL, Be active through Lifelong Learning, í Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Verkefnið er um að undirbúa eftirlaunaárin mörgum árum fyrir starfslok.
Lesa meira

Heimsókn í Kvikmyndasafn Íslands

Síðasta heimsókn á vegum U3A Reykjavík í vetur var í Kvikmyndasafn Íslands þann 10. apríl síðast liðinn. Gunnþóra Halldórsdóttir, starfsmaður Kvikmyndasafnsins, tók á móti hópnum í kaffistofu safnsins þar sem hún fræddi um sögu þess og aðstæður áður en hún leiddi gestina um húsakynnin.
Lesa meira

Orðið er laust - Skólastarf á Íslandi á elleftu öld

Nýr liður í dagskrá U3A Reykjavík er Orðið er laust og er hann hugsaður sem vettvangur fyrir félaga í samtökunum að halda fyrirlestra um hugðarefni sín. Fyrstur til þess að ríða á vaðið var Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, sagnfræðingur.
Lesa meira

Bríetarganga

Laugardaginn 5. apríl var þriðji og síðasti viðburðurinn í röðinni Merkir Íslendingar þar sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ritstjóri, hefur verið viðfangsefnið eftir áramót og fluttir fyrirlestrar um hana og samtíð hennar. Að þessu sinni var gengið um slóðir Bríetar í Þingholtunum og var dr. Auður Styrkársdóttir, forstöðumaður Kvennasafns Íslands göngustjóri.
Lesa meira