Félagsfundur U3A Reykjavík

Árlegur félagsfundur U3A Reykjavík var haldinn þriðjudaginn 30. september síðastliðinn. Fundurinn ver vel sóttur og sátu hann að talið er um 40 manns. Yfir 30 skrifuðu sig á netfangalista samtakanna.
Lesa meira

Alþjóðlegt samstarfsverkefni - BALL

Alþjóðlega samstarfsverkefnið BALL, sem U3A Reykjavík er aðili að, hefur hlotið styrk að upphæð rúmlega 30 milljónir króna frá Evrópusambandinu gegnum Erasmus+ prógrammið. Aðalaumsækjandi og styrkhafi er Evris ehf og U3A í Reykjavík, Alicante og Lublin meðumsækjendur og meðstyrkhafar.
Lesa meira

Alþjóðlegt samstarfsverkefni - BALL

U3A Reykjavík hefur sótt um styrk fyrir verkefnið BALL, Be active through Lifelong Learning, í Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Verkefnið er um að undirbúa eftirlaunaárin mörgum árum fyrir starfslok.
Lesa meira

Heimsókn í Kvikmyndasafn Íslands

Síðasta heimsókn á vegum U3A Reykjavík í vetur var í Kvikmyndasafn Íslands þann 10. apríl síðast liðinn. Gunnþóra Halldórsdóttir, starfsmaður Kvikmyndasafnsins, tók á móti hópnum í kaffistofu safnsins þar sem hún fræddi um sögu þess og aðstæður áður en hún leiddi gestina um húsakynnin.
Lesa meira

Orðið er laust - Skólastarf á Íslandi á elleftu öld

Nýr liður í dagskrá U3A Reykjavík er Orðið er laust og er hann hugsaður sem vettvangur fyrir félaga í samtökunum að halda fyrirlestra um hugðarefni sín. Fyrstur til þess að ríða á vaðið var Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, sagnfræðingur.
Lesa meira

Bríetarganga

Laugardaginn 5. apríl var þriðji og síðasti viðburðurinn í röðinni Merkir Íslendingar þar sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ritstjóri, hefur verið viðfangsefnið eftir áramót og fluttir fyrirlestrar um hana og samtíð hennar. Að þessu sinni var gengið um slóðir Bríetar í Þingholtunum og var dr. Auður Styrkársdóttir, forstöðumaður Kvennasafns Íslands göngustjóri.
Lesa meira

"Sigga Skálda" - Framsagnarhópur Soffíu

Framsagnarhópur Soffíu Jakobsdóttur, Soffíuhópur, flutti kvæði úr kvæðabálknum Gefró, sem er eignaður "Siggu Skáldu", þriðjudaginn 2. apríl í Félagsmiðstöðinni, Hæðargarði 31.
Lesa meira

Aðalfundur U3A Reykjavík 2014

Aðalfundur U3A Reykjavík var haldinn 25. mars 2014. Dagskrá fundar var samkvæmt 7. grein í samþykkt um samtökin.
Lesa meira

Í Austurvegi

Jón Björnsson, rithöfundur, hélt fyrirlestur, Í Austurvegi, þriðjudaginn 25. mars í Félagsmiðstöðinni að Hæðargarði 31. Lýsti Jón fyrst skipan heimsins á þeim tíma þegar herferðir víkinga hófust árið 793 með árás þeirra á klaustur í Englandi.
Lesa meira

Námskeið um Baska og Baskaland 1.-2. hluti

Dagana 26. mars og 2. apríl héldu U3A Reykjavík og Vináttufélag Íslendinga og Baska námskeið um Baska og Baskaland. Námskeiðið var haldið að kvöldi til báða dagana.
Lesa meira