AIUTA hefur opnað nýja vefsíðu

AIUTA hefur opnað nýja vefsíðu, http://aiu3a.org/
Lesa meira

Kynningarfundur U3A á Suðurnesjum

Kynningarfundur á Suðurnesjum verður haldinn á Nesvöllum í Reykjanesbæ, föstudaginn 31. mars kl. 14
Lesa meira

Það helsta frá aðalfundi U3A Reykjavík 21. mars 2017

Aðalfundur U3A Reykjavík var haldinn 21. mars. Helstu niðurstöður fundarins reifaðar í stuttu máli.
Lesa meira

Indlandsfarar komnir heim

Nú er lokið viðburðaríkri og fjölbreytrri ferð félaga í U3A til Indlands. Óhætt er að segja að ferðin hafi heppnast vel. Hún var vel skipulögð og indverskir og íslenskir farastjórar héldu vel utan um hópinn. Fyrirhugað er að ferðafélagarnir kynni ferðina í frásögn og myndum á fundi U3A nú í vor.
Lesa meira

Sæludagar eldri borgara í Skálholti

Eldriborgararáð Reykjavíkurprófastsdæma hefur í samvinnu við Skálholtsskóla skipulagt fjögurra daga samveru í Skálholti 27. – 30. mars n.k. Dagskráin er fjölbreytt og við allra hæfi.
Lesa meira

Age without Borders - ókeypis ráðstefna á vefnum

Ráðstefna aðgengileg á vefnum um: aldur án landamæra. Á ráðstefnunni verða flutt erindi og viðtöl við fimmtíu og þrjá (53) einstaklinga frá öllum heimshornum sem hafa látið málefni efri áranna til sín taka og unnið að málum eldri borgara á ýmsan hátt. Þar verða fjölmörg áhugaverð efni tengd þriðja æviskeiðinu tekin fyrir frá ýmsum sjónarhornum.
Lesa meira

Indlandsferð að skella á

Mánudaginn 13. febrúar leggur hópur félaga úr U3A af stað í ferðalag til Indlands. Hugmyndin kom upp í kjölfar námskeiðs um Indland sem félagið hélt sl. vetur, stofnaður var undirbúningshópur sem leitaði til ferðaskrifstofunnar Bjarmalands um skipulagningu.
Lesa meira

Þriðjudagserindi - Fatíma

Jón Björnsson sálfræðingur og rithöfundur fjallar um FATÍMU. Þær voru nöfnur, Fatíma dóttir Múhammeðs spámanns og borgin Fatíma í Portúgal, sem dregur til sín hundruð þúsunda pílagríma ár hvert.
Lesa meira

Jólakveðja og dagskráin fram eftir vetri

U3A Reykjavík óskar ykkur öllum gleðilegra hátíða og farsæls, virks og ánægjulegs komandi árs. Kærar þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og sérstakar þakkir til ykkar sem hafa tekið virkan þátt í starfinu með þátttöku í viðburðum og boðið fram krafta ykkar og stuðlað þannig að þeirri gagnvirkni í miðlun og fræðslu sem er eitt af markmiðum samtakanna.
Lesa meira

Kraftmikill bókmenntahópur

Bókmenntahópur U3A Reykjavík hefur starfað af krafti í haust og hist á þriggja vikna fresti. Skráning er hafin á vorönn hópsins.
Lesa meira