Indlandsferð að skella á

Mánudaginn 13. febrúar leggur hópur félaga úr U3A af stað í ferðalag til Indlands. Hugmyndin kom upp í kjölfar námskeiðs um Indland sem félagið hélt sl. vetur, stofnaður var undirbúningshópur sem leitaði til ferðaskrifstofunnar Bjarmalands um skipulagningu.
Lesa meira

Þriðjudagserindi - Fatíma

Jón Björnsson sálfræðingur og rithöfundur fjallar um FATÍMU. Þær voru nöfnur, Fatíma dóttir Múhammeðs spámanns og borgin Fatíma í Portúgal, sem dregur til sín hundruð þúsunda pílagríma ár hvert.
Lesa meira

Jólakveðja og dagskráin fram eftir vetri

U3A Reykjavík óskar ykkur öllum gleðilegra hátíða og farsæls, virks og ánægjulegs komandi árs. Kærar þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og sérstakar þakkir til ykkar sem hafa tekið virkan þátt í starfinu með þátttöku í viðburðum og boðið fram krafta ykkar og stuðlað þannig að þeirri gagnvirkni í miðlun og fræðslu sem er eitt af markmiðum samtakanna.
Lesa meira

Kraftmikill bókmenntahópur

Bókmenntahópur U3A Reykjavík hefur starfað af krafti í haust og hist á þriggja vikna fresti. Skráning er hafin á vorönn hópsins.
Lesa meira

Dýrlingar í desember - jólastund U3A

Ásdís Egilsdóttir talar á jólafundi U3A - umtalsefnið er dýrlingarnir Nikulás, Lúsía og Þorlákur. Hvað skyldu þau nú eiga sameiginlegt? Við stefnum á að eiga góða og innihaldsríka stund og njóta góðra veitinga saman.
Lesa meira

Að vera heill?

Næsti viðburður á vettvangi U3A verður þriðjudaginn 29. nóvember kl 17:15 í Hæðargarði 31. Halldór Reynisson, rektor Skálholtsskóla fjallar um heilsu frá ýmsum sjónarhornum: líkamlegri heilsu, sjálfsþekkingu, tengslum við aðra, vinnu, leik, umhverfi og andlegu lífi og tengir við hugsunina um heild.
Lesa meira

Hulduþjóðir Evrópu 29. nóvember

Næsti viðburður á vettvangi U3A verður nú á þriðjudaginn, 29. nóvember kl 17:15 í Hæðargarði 31, þar sem Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur spjallar uHulduþjóðir Evrópu
Lesa meira

Íslensk dansmenning fyrri alda - þriðjudagserindi

Eftir viðburðaríka viku með afskaplega skemmtilegu og jákvæðu spjallkaffi og sérlega fróðlegri heimsókn í Þjóðskjalasafnið verður næsti viðburður á svífandi nótum. Ingibjörg Björnsdóttir, listdansari, listdanskennari og sagnfræðingur flytur erindi um eldri dansstíla allt fram til gömlu dansanna.
Lesa meira

Komdu með í heimsókn U3A á Þjóðskjalasafn.

Þjóðskjalavörður Eiríkur G. Guðmundsson, tekur á móti okkur ásamt Unnari Ingvarssyni, sviðstjóra upplýsingasviðs. Þeir munu kynna starfsemina, sýna valin skjöl
Lesa meira

Spjallkaffi um jákvæðni - og núna ættu allir að heyra það sem fram fer

Annað spjallkaffi vetrarins - Ragnhildur Vigfúsdóttir leiðir spjall um jákvæðni í Te og kaffi, Borgartúni 21 A kl. 17:30. Búið er að laga aðstöðuna og setja upp hljóðnema svo nú ættu allir að heyra það sem fram fer án þess þó að missa sjarmann sem ekta kaffihús hefur. Formaðurinn hefur samið um afslátt fyrir U3A félaga.
Lesa meira