Dýrlingar í desember - jólastund U3A

Ásdís Egilsdóttir talar á jólafundi U3A - umtalsefnið er dýrlingarnir Nikulás, Lúsía og Þorlákur. Hvað skyldu þau nú eiga sameiginlegt? Við stefnum á að eiga góða og innihaldsríka stund og njóta góðra veitinga saman.
Lesa meira

Að vera heill?

Næsti viðburður á vettvangi U3A verður þriðjudaginn 29. nóvember kl 17:15 í Hæðargarði 31. Halldór Reynisson, rektor Skálholtsskóla fjallar um heilsu frá ýmsum sjónarhornum: líkamlegri heilsu, sjálfsþekkingu, tengslum við aðra, vinnu, leik, umhverfi og andlegu lífi og tengir við hugsunina um heild.
Lesa meira

Hulduþjóðir Evrópu 29. nóvember

Næsti viðburður á vettvangi U3A verður nú á þriðjudaginn, 29. nóvember kl 17:15 í Hæðargarði 31, þar sem Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur spjallar uHulduþjóðir Evrópu
Lesa meira

Íslensk dansmenning fyrri alda - þriðjudagserindi

Eftir viðburðaríka viku með afskaplega skemmtilegu og jákvæðu spjallkaffi og sérlega fróðlegri heimsókn í Þjóðskjalasafnið verður næsti viðburður á svífandi nótum. Ingibjörg Björnsdóttir, listdansari, listdanskennari og sagnfræðingur flytur erindi um eldri dansstíla allt fram til gömlu dansanna.
Lesa meira

Komdu með í heimsókn U3A á Þjóðskjalasafn.

Þjóðskjalavörður Eiríkur G. Guðmundsson, tekur á móti okkur ásamt Unnari Ingvarssyni, sviðstjóra upplýsingasviðs. Þeir munu kynna starfsemina, sýna valin skjöl
Lesa meira

Spjallkaffi um jákvæðni - og núna ættu allir að heyra það sem fram fer

Annað spjallkaffi vetrarins - Ragnhildur Vigfúsdóttir leiðir spjall um jákvæðni í Te og kaffi, Borgartúni 21 A kl. 17:30. Búið er að laga aðstöðuna og setja upp hljóðnema svo nú ættu allir að heyra það sem fram fer án þess þó að missa sjarmann sem ekta kaffihús hefur. Formaðurinn hefur samið um afslátt fyrir U3A félaga.
Lesa meira

Ráðstefna U3A í Osaka Japan - BALL kynnt

Akiko Tsukatani í Japan sendi tengil á vef með öllu sem gerðist á ráðstefnunni í Osaka. Formaður U3A Reykjavík mætti á fundinn og kynnti BALL verkefnið af glæsibrag.
Lesa meira

Þeim ríku voru boðin vatnsklósett

Erindi Guðjóns Magnússonar þriðjudaginn 25. október um upphaf vatnsveitu í Reykjavík var afar fróðlegt og gaf innsýn í raunveruleika landans við upphaf 20. aldar, þegar hreinlæti var mjög ábótavant
Lesa meira

Spjallkaffið sló í gegn

Fyrsta spjallkaffi U3A Reykjavík á Te&Kaffi í Borgartúni sló rækilega í gegn. Um fimmtíu félagar og áhugafólk um U3A tóku þátt í spjalli um hamingjuna sem Vilhjálmur Árnason, heimspekingur og prófessor leiddi.
Lesa meira

Niðurstöður BALL verkefnisins vekja áhuga um heim allan

Mikill gangur er nú á kynningu á niðurstöðum BALL verkefnisins víða um heim. Viðtal birtist nýlega á BBC við Önnu Margréti Guðjónsdóttur, Evris og nú í vikunni birtist stuttur fréttapistill í The Times 28. september um helstu niðurstöður.
Lesa meira