Lokaviðburður vetrarstarfsins

Lokaviðburður vorannar 2016 fór fram 10. maí s.l. Á viðburðnum sýndu Elís Gígja Ómarsdóttir og Aron Eiríksson dans og Gunnar Jóhannsson, skiptstjóri, söng dægurlög fyrri tíma sem Kristín Einarsdóttir, þjóðfræðingur, reifaði.
Lesa meira

Aðalfundur U3A Reykjavík 2016

Aðalfundur U3A Reykjavík var haldinn þriðjudaginn 15. mars síðastliðinn. Dagskrá var samkvæmt venju. Formaður flutti skýrslu stjórnar um starfið á fjórða starfsári samtakanna.
Lesa meira

Námskeið um Indland - Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur

Fyrirlestur Ragnars er annar í röðinni á námskeiðinu um Indland. Sá fyrsti var erindi Hlínar Agnarsdóttur frá för sinni til Indlands sem hún flutti á samkomu U3A Reykjavík fyrir jól.
Lesa meira

Eldstöðin Ísland - Páll Einarsson, prófessor

Páll Einarsson hélt áfram frá þar sem fyrra fyrirlestri um eldstöðina Ísland lauk 26. janúar s.l. Að þessu sinni tók Páll fyrir tvær eldstöðvar, Heklu og Eyjafjallajökul.
Lesa meira

Merkir Íslendingar - Rannveig Þorsteinsdóttir, alþingismaður 1949 - 1953

Sigrún Magnúsdóttir, þjóðfræðingur og umhverfisráðherra fjallar um Rannveigu Þorsteinsdóttur. Sigrún hóf mál sitt á að hún hefði ætlað að skrifa um Rannveigu þegar hún settist í helgan stein en mál skipast á annan veg. Rannveig var Sigrúnu hjartfólgin snemma og bar fyrirlestur hennar þess merki þar sem hann var bæði lifandi og einlægur.
Lesa meira

Eldstöðin Ísland - fyrri hluti

Páll Einarsson, prófessor fjallar um tilurð Íslands og eldstöðina sem hún er þessum fyrirlestri sem er sá fyrri af tveimur um þetta efni.
Lesa meira

Heimsókn í Tónlistarsafn Íslands

Á fimmtudaginn var, 14. janúar, fékk fjölmennur hópur U3A félaga að njóta sérlega áhugaverðrar heimsóknar í Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi. Þar sagði Jón Hrólfur Sigurjónsson af mikilli innlifun frá starfi safnsins með myndum og hljóðdæmum úr íslenskri tónlistarsögu.
Lesa meira

Loftslagsbreytingar og hafið - frá Río 1992 til Parísar 2016

Árni Finnsson, formaður Náttúrusamtaka Íslands. Árið 2016 fór vel af stað á vettvangi U3A Reykjavík. Fyrsti þriðjudagsviðburður ársins var erindi Árna Finnssonar, formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands, Loftslagsbreytingar og hafið - frá Ríó 1992 til Parísar 2015.
Lesa meira

Jólaviðburður 2015

Jólaviðburður U3A var haldinn þriðjudaginn 15. desember í Félagsmiðstöðinni að Hæðargarði 31. Fyrirlesari var dr. Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Kom hann víða við og sagði meðal annars frá færeyskum, norskum, sænskum, skandinaviskum og írskum uppruna sagna og siða.
Lesa meira

Bókmenntahópur U3A - Skoðanakönnun

Jólafundur Bókmenntahóps U3A var haldinn miðvikudagskvöldið 9. desember. Fjölmennt var á fundinum en jólafundurinn var opinn öllum. Eftir áramót er nýskráning inn í hópinn en fjöldi skráðra í hópnn er takmarkaður.
Lesa meira