Heimsókn í Tónlistarsafn Íslands

Á fimmtudaginn var, 14. janúar, fékk fjölmennur hópur U3A félaga að njóta sérlega áhugaverðrar heimsóknar í Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi. Þar sagði Jón Hrólfur Sigurjónsson af mikilli innlifun frá starfi safnsins með myndum og hljóðdæmum úr íslenskri tónlistarsögu.
Lesa meira

Loftslagsbreytingar og hafið - frá Río 1992 til Parísar 2016

Árni Finnsson, formaður Náttúrusamtaka Íslands. Árið 2016 fór vel af stað á vettvangi U3A Reykjavík. Fyrsti þriðjudagsviðburður ársins var erindi Árna Finnssonar, formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands, Loftslagsbreytingar og hafið - frá Ríó 1992 til Parísar 2015.
Lesa meira

Jólaviðburður 2015

Jólaviðburður U3A var haldinn þriðjudaginn 15. desember í Félagsmiðstöðinni að Hæðargarði 31. Fyrirlesari var dr. Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Kom hann víða við og sagði meðal annars frá færeyskum, norskum, sænskum, skandinaviskum og írskum uppruna sagna og siða.
Lesa meira

Bókmenntahópur U3A - Skoðanakönnun

Jólafundur Bókmenntahóps U3A var haldinn miðvikudagskvöldið 9. desember. Fjölmennt var á fundinum en jólafundurinn var opinn öllum. Eftir áramót er nýskráning inn í hópinn en fjöldi skráðra í hópnn er takmarkaður.
Lesa meira

Heimsókn - Menntaskólinn í Reykjavík

U3A Reykjavík heimsótti hina öldnu menntastofnun Menntaskólann í Reykjavík fimmtudaginn 19. Nóvember. Árni Indriðason, sagnfræðingur og kennari við skólann, sagði sögu skólans í máli og myndum á sal, þar sem gestirnir sátu umkringdir myndum af nokkrum konungum Íslands og rektorum skólans frá upphafi hans á þessum stað, en Árni taldi skólann geta rakið ættir sínar allt aftur á 11. öld til þeirra skóla sem voru stofnaðir á biskupssetrum landsins.
Lesa meira

Baskalandsfarar segja frá

Ferðalanganir sem fóru til Baskalands í haust sögðu frá ferð sinni í máli og myndum þriðjudaginn 18. nóvember s.l. Bjarni Ólafsson tók fyrstur til máls og kynnti dagskrána og þá sem sögðu frá. Sigrún Þóra Óskarsdóttir tók fyrst til máls og rakti ferðasöguna í léttum tón og upplifun sína á því sem fyrir augu bar og leiðsögumönnum sem aðstoðuðu ferðalangana í að fá sem mest út úr ferðinni.
Lesa meira

BALL verkefnið á tímamótum

Fyrri hluta BALL, Be Active through Lifelong Learning, alþjóðlega samstarfsverkefnisins er nú lokið og vinna við síðari helming þess hafin.
Lesa meira

Karlmenn í blíðu og stríðu

Karlmenn í blíðu og stríðu voru á dagskrá 10. Nóvember, þegar Ásdís Egilsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands ræddi um karlmennsku í íslenskum miðaldabókmenntum. Lagði Ásdís áherslu á sögur af svokölluðum kolbítum, "vandræðadrengjum" sem vildu fremur dvelja í eldahúsi en takast á við drengjaleiki, útiverk og erfiði þótt yfirleitt væru þeir aflmiklir og unnu afrek þegar þeim var loks komið úr húsi.
Lesa meira

Borgarskipulag og skipulag Reykjavíkur

Borgarskipulag og skipulag Reykjavíkur var á döfinni þann 3. Nóvember, þegar Bjarni Reynarsson, skipulagsfræðingur, fræddi U3A félaga um borgarskipulag, sýndi dæmi og myndir frá Kaupmannahöfn, fyrrum höfuðborg Íslands og lagði síðan áherslu á skipulag Reykjavíkur.
Lesa meira

Samningatækni

Samningatækni var svo næsta viðfangsefni, þegar Thomas Möller, hagverkfræðingur hélt námskeið fyrir U3A félaga um efnið þann 13. október. Námskeiðið var það fyrsta í röð námskeiða sem Thomas býður U3A félögum til og eru hluti af námskeiðasafni Rými Akademíunnar.
Lesa meira