Á fundinum verður starfsemi U3A Reykjavík kynnt. Einnig verður kynning á Vöruhúsi tækifæranna og HeiM verkefninu (Heritage in Motion) en það eru sjálfstæð verkefni undir merki U3A Reykjavík. Að kynningu lokinni verða umræður um vetrarstarfið þar sem félagsmenn geta sett fram hugmyndir um fræðslu og ferðir.

Tími og staður: 17. september kl. 16:30-18:00 að Hæðargarði 31. Enginn aðgangseyrir.

Skrá mig hér