Gríptu tækifærið!

Til móts við þriðja æviskeiðið

Annar hluti námskeiðsins sem haldið er fyrir félaga U3A Reykjavík í Hæðargarði 31 á fimmtudögum kl. 17 -19.30  dagana 9. maí, 16. maí og 23. maí 2019.

Leiðbeinendur eru Auður Leifsdóttir, framhaldsskólakennari, Dóra Axelsdóttir, sérkennari, og Guðrún Erna Hreiðarsdóttir, lögfræðingur.

Hvernig viltu njóta áranna eftir miðjan aldur sem best? Viltu breyta einhverju? Áttu drauma eða langanir sem enn hafa ekki ræst?  Hve lengi hyggst þú vera á vinnumarkaði? Þetta eru mikilvægar spurningar sem fólk á miðjum aldri þarf að velta fyrir sér.

Námskeiðinu er ætlað að styðja þá sem finna hjá sér þörf eða löngun til að vega og meta styrkleika sína og langanir, með það fyrir augum að þáttakendur  íhugi næstu skref á þriðja æviskeiðinu til nýrra tækifæra virks og ánægjulegs lífs.

Námskeiðið er byggir á niðurstöðum Evrópuverkefnisins Catch The BALL, aðferðum og leiðbeiningum sem þar voru þróaðar til þess að aðstoða fólk við að gera úttekt á stöðu sinni og högum í upphafi þriðja æviskeiðsins. Þá eru viss tímamót og oft mörg ár framundan við góða heilsu. Þá er fullt tilefni til þess að fólk spyrji sig hvort það eigi drauma og langanir sem enn er hægt að láta rætast, hvort það vilji læra eitthvað nýtt eða hvort það vilji hefja nýjan feril á einhverju sviði. Auður, Dóra og Guðrún Erna tóku þátt í þessu þróunarstarfi og bjóða nú félögum í U3A Reykjavík að njóta þessa afraksturs verkefnisins.

Helsu efnisþættir:

  • Hamingjan. Hvernig á lífið að vera?
  • Hvers vegna er ég hér?
  • Hvert vil ég fara. Langanir og draumar. Raunsæi og órar.
  • Markmið, áætlun, framkvæmd

´Skráningu á námskeiðið er lokið