Kaffihittingur U3A Reykjavík hefur verið vettvangur fyrir félaga til að hittast, tala saman og fá sér kaffi. Það er viðurkennt að mikið er um einmanaleika í samfélagi okkar og er kaffihittingurinn ein leið til að minnka hann. Það eru nú liðin tvö ár síðan kaffihittingur U3A Reykjavík byrjaði að frumkvæði Elísabetar Jónsdóttur sem hefur séð um hann frá upphafi.

Ekki er endanlega ákveðið hvort hægt verður að hafa kaffihitting reglulega nú í sumar. Efni kaffibollaumræðunnar í þetta sinn verður um framhaldið  Það er undir því komið hvernig undirtektirnar verða nú á þessu spjalli. Mikilvægt er því að þið sem hafið áhuga á að þessi hittingur haldi áfram í sumar mætið og ræðið málin. Elísabet biður ykkur sem ekki komist núna, en viljið halda þessu í gangi, sendi henni skilaboð á netfangið bessy@simnet.is.