Lifandi hefðir

Vilhelmína Jónsdóttir kynnir vefinn lifandihefdir.is

Hvað eiga saumaklúbbar, ættarmót, jólasveinar og laufabrauðsgerð sameiginlegt?

Hvað eru lifandi hefðir? Eru hefðir menningararfur sem þarf að varðveita? Af hverju telur UNESCO mikilvægt að varðveita lifandi hefðir?

Vefurinn lifandihefdir.is opnaði í lok árs 2018. Á vefnum er að finna upplýsingar um fjölbreyttar lifandi hefðir sem stundaðar eru hér á landi sem sumar hverjar eiga djúpar rætur í fortíðinni á meðan aðrar eru nýjar af nálinni. Vefurinn byggir á þátttöku frá fólki á öllum aldri sem hefur áhuga og vilja til að deila og miðla sinni þekkingu. Í erindinu fjallar Vilhelmína Jónsdóttir, verkefnisstjóri vefsins lifandihefdir.is, um verkefnið og forsendur þess ásamt því að kynna möguleika fólks til þátttöku í að skrásetja lifandi hefðir.

Vilhelmína Jónsdóttir lauk kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og meistaraprófi í þjóðfræði frá sama skóla árið 2018. Hún starfar nú sem verkefnisstjóri hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og stundar jafnframt doktorsnám í þjóðfræði við Háskóla Íslands.

Allir eru velkomnir.  Aðgangseyrir 500 kr. sem greiðist í reiðufé við innganginn

 Staður og stund: Hæðargarður 31, kl. 16:30 þriðjudaginn 12. nóvember

Skráning nauðsynleg

Skrá mig hér